EY á innri endurskoðunardeginum 2017

Daglega vinna árásaraðilar (e. Intruders) um allan heim að nýjum leiðum til að komast í gegnum öryggisvarnir fyrirtækja. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær fyrirtæki og stofnanir lenda í netárásum og til þess að vera skrefi á undan þarf að viðhafa varnir gegn slíkum árásum.

Á innri endurskoðunardeginum þann 24. mars nk. mun Ágústa Berg, yfirverkefnastjóri og sérfræðingur í netöryggismálum hjá EY vera með fyrirlestur um stöðu netöryggis hjá fyrirtækjum og stofnunum, en fyrirlesturinn er byggður á alþjóðlegri könnun EY á upplýsingaöryggi.

Könnun EY er sú nítjánda í röðinni en í henni kemur fram að áhættur í upplýsingaöryggi fara vaxandi og breytast ört, ekki síst hvað varðar netöryggi (e. Cyber Security). Könnunin fjallar m.a. um hvaða nálgun fyrirtæki eru með til að takast á við þessar áhættur og mun fyrirlesturinn tengja niðurstöður könnunar EY við upplýsingaöryggi og persónuvernd sem er einmitt yfirskrift innri endurskoðunardagsins.

Ef þú vilt fræðast meira um niðurstöður þessarar könnunar hvetjum við þig til að mæta á Innri endurskoðunardaginn, en nánari upplýsingar um hann má nálgast hér. 

Einnig geturðu leitað til beint til sérfræðinga EY, þeirra Ágústu Berg og Jóns Valdimarssonar vanti þig aðstoð varðandi innra eftirlit og upplýsingaöryggi.


 

Jón Valdimarsson

Yfirverkefnastjóri Ráðgjafarsviði
Sími: 8252511
Email View Vicky Conybeer's LinkedIn profileLinkedIn

Ágústa Berg

Yfirverkefnastjóri Ráðgjafasviði
Sími: 8563130
Email View Vicky Conybeer's LinkedIn profileLinkedIn