EY og Deloitte fá heimild til að framkvæma samruna félaganna
Samkeppniseftirlitið hefur veitt EY og Deloitte heimild til að framkvæma samruna félaganna. Tilkynnt var um samrunann í maí síðastliðnum, með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Nú tekur við ferli að klára þær aðgerðir sem þarf að framkvæma til þess að formlegur samruni geti átt sér stað. Við erum virkilega spennt fyrir því að geta hafið starfsemi saman og því munum við vinna ötullega að því að sá tími sé sem skemmstur.