14h05977_rf

Atvinnugreinar

Krafan um aukin vöxt og umsvif fyrirtækja verður alltaf háværari í viðskiptalífinu. Stjórnendur fyrirtækja þurfa, við þessar aðstæður að vera árvakrir gagnvart óvissuþáttum og áhættum sem kunna að leynast í rekstrarumhverfi þeirra fyrirtækis. Þó þessi atriði séu höfð í huga í rekstri fyrirtækis verður að ná jafnvægi milli þeirra annars vegar og megin markmiði flestra fyrirtækja hins vegar - að ná fram meiri skilvirkni og hagræðingu í rekstri. Þegar stefnan er sett á eðlilegt jafnvægi á milli þessara tveggja þátta þurfa stjórnendur fyrirtækja að hafa greiðan aðgang að upplýsingum og kunnáttufólki til þess að styðja sig við ákvörðunartöku.

Hjá EY starfa sérfræðingar með sérhæfða þekkingu innan hverrar atvinnugreinar fyrir sig auk þess sem við höfum aðgang að fjölda sérfræðinga í gegnum alþjóðlegt samstarf okkar. Við höfum aðgang að upplýsingaveitum sem tryggja að við séum stöðugt upplýst um þróun og stöðu atvinnugreina á heimsvísu. Við bjóðum jafnframt viðskiptavinum okkar upp á aðgang að upplýsingaveitum okkar svo að þeir geti með lítilli fyrirhöfn aflað sér upplýsinga með sjálfstæðum hætti um helstu áskoranir og tækifæri sem eiga sér stað á hverjum tíma í þeirri atvinnugrein sem þeir starfa.

Heildsala, smásala og iðnaður  Eignastýring Fjármálafyrirtæki Lífeyrissjóðir Tækni, fjarskipti og afþreying  Orka og áliðnaður  Ríkið og opinberi geirinn  Ferðaþjónusta, hótel og veitingastarfsemi  Fasteignir og byggingastarfsemi  Heilbrigðis- og líftækniiðnaður  Samgöngur