Frétta- og greinasafn

Gunnar hefur bæst í hóp eigenda EY

Gunnar S. Magnússon hefur bæst í hóp eigenda EY en Gunnar leiðir sjálfbærniteymi EY sem stofnað var á árinu hjá félaginu. Teymið vinnur þvert á önnur svið EY og myndar sterk tengsl við alþjóðleg CCaSS (e. Climate Change and Sustainability Services) teymi EY, sérstaklega á Norðurlöndunum. Mikill vöxtur hefur verið í sjálfbærniráðgjöf og staðfestingarvinnu hjá EY á alþjóðavísu vegna aukins þunga á þennan málaflokk hjá fyrirtækjum og stofnunum og hefur EY á að skipa fjölbreyttum hópi sérfræðinga á sviði sjálfbærni um allan heim sem fer stöðugt vaxandi. Við bjóðum Gunnar velkominn í eigendahóp EY!

Fræðslupakki Festu um samfélagsábyrgð

Á dögunum kynnti Festa heildstæðan fræðslupakka og verkfærakistu sem ætlaður er litlum og meðalstórum fyrirtækjum til að hefja vegferð sína í umhverfis- og loftlagsmálum. Fræðslupakkinn er gjöf Festu til samfélagsins. Fræðslupakkinn er heildstæður pakki sem gerir notendum kleift að setja sér stefnu, markmið, mæla árangurinn í samræmi við alþjóðlega viðurkennda staðla og aðlagað að íslenskum raunveruleika, og fá raundæmi úr heimi atvinnulífsins um hvernig slík vegferð fer fram. Við þökkum Festu kærlega fyrir ánægjulegt samstarf við gerð fræðslupakkans.

Opnunartími móttöku EY í sumar

Móttaka okkar er opin virka daga frá kl. 9 - 12 og frá kl. 13 - 16. Á föstudögum í sumar (frá 1. júní til 1. september nk.) verður móttakan lokuð. Er þetta liður í því að stuðla að aukinni vellíðan starfsfólks með því að gefa starfsfólki færi á lengja helgarnir og ná þar með lengri samveru og stundum með fjölskyldu og vinum yfir sumarmánuðina.

EY óskar eftir starfsfólki - ert þú EY?

Hefur þú áhuga á að starfa í frábæru tEYmi? Við óskum eftir nemum, sérfræðingum og verkefnastjórum á Endurskoðunarsvið, aðstoðarmanni á Skatta- og lögfræðisvið sem og aðstoðarmanni í Rekstrarráðgjöf. Ert þú EY?

EY óskar eftir aðstoðarmanni í Fyrirtækjaráðgjöf

Við óskum eftir aðstoðarmanni í Fyrirtækjaráðgjöf sem hefur áhuga á kaupa- og söluferlum fyrirtækja, virðismötum, áreiðanleikakönnunum, stefnumótun o.s.frv. Starfið hentar vel þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði að námi loknu.

EY óskar eftir aðstoðarmanni á Skatta- og lögfræðisvið

Við óskum eftir aðstoðarmanni á Skatta og löfræðisvið sem hefur áhuga á skatta- og félagarétti. Starfið hentar vel þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði að námi loknu.

EY óskar eftir sérfræðingum og verkefnastjórum í endurskoðun

EY óskar eftir sérfræðingum og verkefnastjórum í endurskoðun. Við bjóðum reynslu af því að vinna í teymum, tækifæri og frelsi til að efla sig persónulega sem og faglegan bakgrunn sinn í krefjandi starfsumhverfi þar sem áhersla er lögð á stöðuga þróun, tækni og vellíðan starfsmanna. Við hjá EY höfum sveigjanleikann að leiðarljósi í störfum okkar og reynum að koma til móts við ólíkar þarfir hvers starfsmanns.

EY óskar eftir nemum í endurskoðun

Við óskum eftir nemum í endurskoðun. Ert þú tilbúin í að hefja EY vegferðina þína?

Upplýsingagjöf fyrirtækja um sjálfbærni

Fé­lag lög­giltra end­ur­skoð­enda (FLE) og Festa – mið­stöð um sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni, buðu til sam­tals um sjálf­bærni í rekstri, skýrslu­gjöf og mik­il­vægi stað­fest­inga á sjálf­bærni upp­lýs­ing­um hjá fyr­ir­tækj­um. Margrét Pétursdóttir forstjóri EY og endurskoðandi var á meðal framsögumanna á fundinum og fjallaði um upp­lýs­inga­gjöf fyr­ir­tækja um sjálf­bærni, nú­ver­andi laga­kröf­ur, val­kosti um reglu­verk og vænta þró­un á kom­andi miss­er­um hvað varð­ar fram­setn­ingu og óháð­ar stað­fest­ing­ar. Hér getur þú hlustað á erindi Margrétar sem og efnið sem farið var yfir.

Snjólaug fjallar um sjálfbærni á Nýsköpunardegi Haga

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir sérfræðingur í Sjálfbærni hjá EY verður með erindi á Nýsköpunardegi Haga þann 28. apríl nk. Erindið er einstaklega áhugavert og ber heitið Sjálfbærni og þrautsegja - lykilatriði í nýsköpun. Endilega kynnið ykkur Nýsköpunardaga Haga, dagskránna og erindi Snjólaugar nánar hér.