Frétta- og greinasafn

EY og Deloitte fá heimild til að framkvæma samruna félaganna

Samkeppniseftirlitið hefur veitt EY og Deloitte heimild til að framkvæma samruna félaganna. Tilkynnt var um samrunann í maí síðastliðnum, með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Nú tekur við ferli að klára þær aðgerðir sem þarf að framkvæma til þess að formlegur samruni geti átt sér stað. Við erum virkilega spennt fyrir því að geta hafið starfsemi saman og því munum við vinna ötullega að því að sá tími sé sem skemmstur.

EY óskar eftir vönum bókara

EY leitar að vönum bókara til starfa í Viðskiptaþjónustu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við leitum að einstaklingi sem vinnur vel í teymum, býr yfir góðum samskiptahæfileikum og þjónustulund, sýnir frumkvæði, vinnur af heilindum og leggur áherslu á fagleg vinnubrögð.

Ert þú endurskoðandi framtíðarinnar?

EY óskar eftir aðstoðarmönnum í endurskoðun, ert þú framtíðarendurskoðandinn sem við leitum að? Hjá EY hefur þú tækifæri á framúrskarandi vegferð. Ef þú stundar, hefur lokið eða stefnir á meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun eða stefnir á frama í fjármálum þá erum við teymið fyrir þig.

Terra gefur út sína fyrstu sjálfbærniskýrslu í kjölfar sjálfbærnistefnumótunar með EY

Terra hefur gefið út sína fyrstu sjálfbærniskýrslu en sjálfbærniráðgjöf EY hefur undanfarna mánuði unnið metnaðarfulla vinnu með fyrirtækinu í sjálfbærnistefnumótun.

EY aðstoðar við gerð sjálfbærniskýrslu Ölgerðarinnar 2022

Ölgerðin hefur gefið út sjálfbærniskýrslu sína fyrri 2022 en sjálfbærniráðgjöf EY aðstoðaði við uppsetningu og innihald skýrslunnar. Ölgerðin hefur verið á metnaðarfullri sjálfbærnivegferð í 10 ár og hefur sett sér metnaðarfull markmið og skýrar áherslur til framtíðar.

Opnunartímar vegna árshátíðar starfsfólks

Vegna árshátíðarferðar starfsfólks þá verður skrifstofa okkar lokuð fimmtudaginn 25. maí sem og föstudaginn 26. maí. Mánudaginn 29. maí nk. er lokað vegna hvítasunnuhátíðarinnar. Við bendum á að hægt er að senda okkur tölvupóst í gegnum ey@ey.is auk þess sem símaþjónustan okkar er opin í gegnum síma 595-2500. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 30. maí kl. 9. Gleðilega hvítasunnu.

Fyrirhugaður er samruni EY og Deloitte á Íslandi

Að undanförnu hafa staðið yfir viðræður á milli EY á Íslandi og Deloitte á Íslandi um möguleg tækifæri sem felast í því að sameina starfsemi fyrirtækjanna undir merki Deloitte. Viðræður standa enn yfir sem og vinna við áreiðanleikakannanir. Forviðræður við Samkeppniseftirlitið hafa staðið yfir en mögulegur samruni er háður samþykki eftirlitsins.

Aðgerðir gegn skúffufélögum - Tilskipun ESB

Ragnhildur Lárusdóttir yfirverkefnastjóri á Skatta- og lögfræðisviði hefur tekið saman áhugaverða samantekt varðandi tilskipun sem nefnd er ATAD 3 um aðgerðir gegn skúffufélögum. Tilskipunin getur haft áhrif á íslensk fyrirtæki sem eiga félag í samstæðu sinni með skattalega heimilisfesti innan ESB. Sérstaklega gætu reglurnar komið við kaunin á eignarhaldsfélögum sem nýta sér hagræði tvísköttunarsamninga og aðrar ívilnanir einstakra ESB ríkja. Gert er ráð fyrir að aðildarríki ESB innleiði fyrirhugaðar ráðstafanir í innlenda skattalöggjöf fyrir 30. júní 2023, með gildistíma frá 1. janúar 2024.

Sjálfbærni í síbreytilegum heimi - erindi á ráðstefnu SVÞ

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir, sviðsstjóri sjálfbærniráðgjafar EY, flutti erindið „Sjálfbærni í síbreytilegum heimi: Hvernig geta fyrirtæki í verslun og þjónustu lagt af mörkum“ á ráðstefna Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) sem fór fram í síðustu viku.

EY aðstoðar við gerð árs- og sjálfbærniskýrslu Play 2022

Á dögunum gaf flugfélagið Play út sína aðra árs- og sjálfbærniskýrslu en sjálfbærniráðgjafar EY aðstoðuðu við gerð skýrslunnar í ár líkt og í fyrra. Það er okkur sönn ánægja að vinna með metnaðarfullu og ört vaxandi fyrirtæki eins og Play.