Alþjóðadagur kvenna er í dag

Í dag, 8. mars, er alþjóðadagur kvenna. 

Hjá EY starfa um 130.000 konur á alþjóðavísu og er starf þeirra okkur ómetanlegt.

Í tilefni dagsins þá leggjum við áherslu á kynjajöfnuð með myllumerkinu #SheBelongs, þ.e. að allir hafi jöfn tækifæri á vinnumarkaði og í lífinu sjálfu óháð kyni. Við höfum tekið saman örstutt myndband þessu tengdu, sjá nánar hér.  

Við vinnum jafnframt að bættum hag kvenna og kynjajöfnuði um allan heim undir nafninu Women.Fast forward en í þeirri vinnu okkar leggjum við sérstaka áherslu á eftirfarandi þætti:

  • Frumkvöðlakonur (Women Entrepreneuers)
  • Konur í viðskiptalífinu (Woman in Business)
  • Konur í stafrænni framtíð (Women in Digital

Við getum öll lagt okkar af mörkum til framtíðar með því að vekja athygli á staðreyndum og stuðla að kynjajöfnuði. Endilega kynntu þér málið nánar hér.