Frétta- og greinasafn

Ert þú endurskoðandi framtíðarinnar?

EY óskar eftir aðstoðarmönnum í endurskoðun, ert þú framtíðarendurskoðandinn sem við leitum að? Hjá EY hefur þú tækifæri á framúrskarandi vegferð. Ef þú stundar, hefur lokið eða stefnir á meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun eða stefnir á frama í fjármálum þá erum við teymið fyrir þig.

Terra gefur út sína fyrstu sjálfbærniskýrslu í kjölfar sjálfbærnistefnumótunar með EY

Terra hefur gefið út sína fyrstu sjálfbærniskýrslu en sjálfbærniráðgjöf EY hefur undanfarna mánuði unnið metnaðarfulla vinnu með fyrirtækinu í sjálfbærnistefnumótun.

EY aðstoðar við gerð sjálfbærniskýrslu Ölgerðarinnar 2022

Ölgerðin hefur gefið út sjálfbærniskýrslu sína fyrri 2022 en sjálfbærniráðgjöf EY aðstoðaði við uppsetningu og innihald skýrslunnar. Ölgerðin hefur verið á metnaðarfullri sjálfbærnivegferð í 10 ár og hefur sett sér metnaðarfull markmið og skýrar áherslur til framtíðar.

Opnunartímar vegna árshátíðar starfsfólks

Vegna árshátíðarferðar starfsfólks þá verður skrifstofa okkar lokuð fimmtudaginn 25. maí sem og föstudaginn 26. maí. Mánudaginn 29. maí nk. er lokað vegna hvítasunnuhátíðarinnar. Við bendum á að hægt er að senda okkur tölvupóst í gegnum ey@ey.is auk þess sem símaþjónustan okkar er opin í gegnum síma 595-2500. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 30. maí kl. 9. Gleðilega hvítasunnu.

Fyrirhugaður er samruni EY og Deloitte á Íslandi

Að undanförnu hafa staðið yfir viðræður á milli EY á Íslandi og Deloitte á Íslandi um möguleg tækifæri sem felast í því að sameina starfsemi fyrirtækjanna undir merki Deloitte. Viðræður standa enn yfir sem og vinna við áreiðanleikakannanir. Forviðræður við Samkeppniseftirlitið hafa staðið yfir en mögulegur samruni er háður samþykki eftirlitsins.

Sjálfbærni í síbreytilegum heimi - erindi á ráðstefnu SVÞ

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir, sviðsstjóri sjálfbærniráðgjafar EY, flutti erindið „Sjálfbærni í síbreytilegum heimi: Hvernig geta fyrirtæki í verslun og þjónustu lagt af mörkum“ á ráðstefna Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) sem fór fram í síðustu viku.

EY aðstoðar við gerð árs- og sjálfbærniskýrslu Play 2022

Á dögunum gaf flugfélagið Play út sína aðra árs- og sjálfbærniskýrslu en sjálfbærniráðgjafar EY aðstoðuðu við gerð skýrslunnar í ár líkt og í fyrra. Það er okkur sönn ánægja að vinna með metnaðarfullu og ört vaxandi fyrirtæki eins og Play.

Lítum inn á við til að taka skref í rétta átt

Í Viðskiptablaðinu í gær birtist áhugaverð grein eftir Dr. Snjólaugu Ólafsdóttir sviðsstjóra sjálfbærniráðgjafar EY um það regluverk sem væntanlegt er til okkar frá Evrópu í tengslum við sjálfbærni og mikilvægi þess að við skoðum þau áhrif sem við höfum.

Skattabæklingur EY 2023

EY hefur gefið út árlegan skattabækling sinn fyrir árið 2023 vegna tekna 2022. Í skattabæklingnum, sem gefinn er út árlega, geta einstaklingar og forsvarsmenn fyrirtækja nálgast haldgóðar almennar upplýsingar um skattamál líðandi stundar. Framsetning bæklingsins er á gagnvirku formi til að auka aðgengileika að upplýsingum og til að hægt sé að komast auðveldlega á milli efnisatriða. Þú getur nálgast skattabæklinginn hér og vonum við að hann komi að góðum notum.

Framadagar 2023

Framadagar voru haldnir í dag í Háskólanum í Reykjavík en Framadagar er árlegur viðburður, skipulagður af AIESEC á Íslandi. Það voru aldeilis áhugaverð samtölin sem við áttum við háskólanema um hugmyndir þeirra um starfsþróun og færni til framtíðar á vinnumarkaði. Takk fyrir okkur!