Frétta- og greinasafn

Sjálfbærni í síbreytilegum heimi - erindi á ráðstefnu SVÞ

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir, sviðsstjóri sjálfbærniráðgjafar EY, flutti erindið „Sjálfbærni í síbreytilegum heimi: Hvernig geta fyrirtæki í verslun og þjónustu lagt af mörkum“ á ráðstefna Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) sem fór fram í síðustu viku.

EY aðstoðar við gerð árs- og sjálfbærniskýrslu Play 2022

Á dögunum gaf flugfélagið Play út sína aðra árs- og sjálfbærniskýrslu en sjálfbærniráðgjafar EY aðstoðuðu við gerð skýrslunnar í ár líkt og í fyrra. Það er okkur sönn ánægja að vinna með metnaðarfullu og ört vaxandi fyrirtæki eins og Play.

Lítum inn á við til að taka skref í rétta átt

Í Viðskiptablaðinu í gær birtist áhugaverð grein eftir Dr. Snjólaugu Ólafsdóttir sviðsstjóra sjálfbærniráðgjafar EY um það regluverk sem væntanlegt er til okkar frá Evrópu í tengslum við sjálfbærni og mikilvægi þess að við skoðum þau áhrif sem við höfum.

Skattabæklingur EY 2023

EY hefur gefið út árlegan skattabækling sinn fyrir árið 2023 vegna tekna 2022. Í skattabæklingnum, sem gefinn er út árlega, geta einstaklingar og forsvarsmenn fyrirtækja nálgast haldgóðar almennar upplýsingar um skattamál líðandi stundar. Framsetning bæklingsins er á gagnvirku formi til að auka aðgengileika að upplýsingum og til að hægt sé að komast auðveldlega á milli efnisatriða. Þú getur nálgast skattabæklinginn hér og vonum við að hann komi að góðum notum.

EY óskar eftir aðstoðarmönnum í endurskoðun

EY óskar eftir aðstoðarmönnum í endurskoðun, ert þú framtíðarendurskoðandinn sem við leitum að? Hjá EY hefur þú tækifæri á framúrskarandi vegferð. Við vinnum með nýjustu tækni á hverjum tíma, við munum kynna þig fyrir frábærum teymum, hvernig það er að starfa í kviku alþjóðlegu umhverfi þar sem hver og einn hefur frelsi til að vera sá sem hann vill vera. Ef þú stundar, hefur lokið eða stefnir á meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun þá erum við teymið fyrir þig.

Framadagar 2023

Framadagar voru haldnir í dag í Háskólanum í Reykjavík en Framadagar er árlegur viðburður, skipulagður af AIESEC á Íslandi. Það voru aldeilis áhugaverð samtölin sem við áttum við háskólanema um hugmyndir þeirra um starfsþróun og færni til framtíðar á vinnumarkaði. Takk fyrir okkur!

Hjartanlega til lukku með áfangann

Nýir löggiltir endurskoðendur fengu löggildinguna sína afhenta við útskrift þann 15. desember sl. Fjórtán náðu báðum prófunum þetta árið og var kynjahlutfallið jafnt. Við erum virkilega stolt af starfsfólki EY sem þreytti prófin í fyrsta sinn. Hjartanlega til lukku með löggildinguna Lilja Brandsdóttir. EY óskar öllum nýjum endurskoðendum til hamingju með áfangann.

Í dag fögnum við hjá EY 20 ára afmæli félagsins!

Við viljum þakka ykkur öllum sem hafið verið samferða okkur á þessum 20 árum og þá sérstaklega starfsfólki okkar í gegnum árin sem og viðskiptavinum, ferðalagið og árin hafa svo sannarlega verið ánægjuleg saman og fyrir það erum við þakklát. Við erum stöðugt að reyna að gera betur og vinna eftir tilgangi okkar að stuðla að betri heimi til að lifa og starfa í fyrir starfsfólk, fyrir viðskiptavini og ekki síður fyrir samfélagið í heild sinni.

Ábyrgð fyrirtækja, eru mannréttindi brotin í þinni virðiskeðju?

Björgheiður Margrét Helgadóttir, sérfræðingur í Sjálfbærniráðgjöf EY á Íslandi, fjallar um ábyrgð fyrirtækja í tenglsum við mannréttindi og brot á þeim í virðiskeðjum á síðu Vísis.

Sjálfbærniráðgjöf EY hefur borist sterkur liðsauki

Sjálfbærniráðgjöf EY hefur borist sterkur liðsauki en þau Björgheiður Helgadóttir, Hjördís Sveinsdóttir og Sveinn Þráinn Guðmundsson gengu til liðs við teymið á síðustu mánuðum.