Frétta- og greinasafn

Jafnvægisvogin - til hamingju með árangurinn

Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hélt í vikunni stafrænu ráðstefnuna Jafnrétti er ákvörðun, sem streymt var í beinni útsendingu á vefsíðu RÚV. Þar kynnti Eliza Reid viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar, en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar. Á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar árið 2021 voru viðurkenningarhafar 53 talsins en í ár voru þeir samtals 76. Um leið og við þökkum Jafnvægisvog FKA fyrir viðurkenninguna þá óskum við fyrirtækjunum öllum til hamingju með árangurinn. Áfram veginn!

EY ætlar að kolefnisjafna meira en við losum á árinu

Við hjá EY náðum markmiði okkar um að vera kolefnishlutlaus í lok árs 2020. Við ætlum að gera betur í ár og halda áfram að minnka kolefnissporið okkar en um leið kolefnisjafna meira en við losum.