Meniga hlýtur óháða staðfestingu á kolefnisreikni. „Við hjá EY höfum sett sjálfbærni í víðasta skilningi þess hugtaks í forgang hjá okkur og það er okkur mikil ánægja að hafa tekið þátt í því verkefni sem Meniga er að inna af hendi. Það að fyrirtæki afli sér óháðrar staðfestingar á mikilvægum upplýsingum er varða sjálfbærni eykur gagnsæi og traust gagnvart starfsemi þeirra og færir okkur sem samfélag nær markmiðum okkar um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040,” segir Margrét Pétursdóttir, forstjóri og meðeigandi hjá EY.