Sjálfbærnidagur atvinnulífsins
EY á Íslandi og Samtök atvinnulífsins (SA) halda árlegan Sjálfbærnidag atvinnulífsins þar sem fyrirtæki á Íslandi geta sótt sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni og þremur stoðum hennar; vernd umhverfisins, félagslegri velferð og efnahagsvexti. Dagurinn er nú haldinn í annað sinn 23. nóvember kl. 09:00 í Kaldalóni Hörpu undir yfirskriftinni Verðmæti í virðiskeðjunni.