Frétta- og greinasafn

Hjartanlega til lukku með áfangann

Nýir löggiltir endurskoðendur fengu löggildinguna sína afhenta við útskrift þann 15. desember sl. Fjórtán náðu báðum prófunum þetta árið og var kynjahlutfallið jafnt. Við erum virkilega stolt af starfsfólki EY sem þreytti prófin í fyrsta sinn. Hjartanlega til lukku með löggildinguna Lilja Brandsdóttir. EY óskar öllum nýjum endurskoðendum til hamingju með áfangann.

Í dag fögnum við hjá EY 20 ára afmæli félagsins!

Við viljum þakka ykkur öllum sem hafið verið samferða okkur á þessum 20 árum og þá sérstaklega starfsfólki okkar í gegnum árin sem og viðskiptavinum, ferðalagið og árin hafa svo sannarlega verið ánægjuleg saman og fyrir það erum við þakklát. Við erum stöðugt að reyna að gera betur og vinna eftir tilgangi okkar að stuðla að betri heimi til að lifa og starfa í fyrir starfsfólk, fyrir viðskiptavini og ekki síður fyrir samfélagið í heild sinni.

Ábyrgð fyrirtækja, eru mannréttindi brotin í þinni virðiskeðju?

Björgheiður Margrét Helgadóttir, sérfræðingur í Sjálfbærniráðgjöf EY á Íslandi, fjallar um ábyrgð fyrirtækja í tenglsum við mannréttindi og brot á þeim í virðiskeðjum á síðu Vísis.

Sjálfbærniráðgjöf EY hefur borist sterkur liðsauki

Sjálfbærniráðgjöf EY hefur borist sterkur liðsauki en þau Björgheiður Helgadóttir, Hjördís Sveinsdóttir og Sveinn Þráinn Guðmundsson gengu til liðs við teymið á síðustu mánuðum.

Sjálfbærnidagur atvinnulífsins

EY á Íslandi og Samtök atvinnulífsins (SA) halda árlegan Sjálfbærnidag atvinnulífsins þar sem fyrirtæki á Íslandi geta sótt sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni og þremur stoðum hennar; vernd umhverfisins, félagslegri velferð og efnahagsvexti. Dagurinn er nú haldinn í annað sinn 23. nóvember kl. 09:00 í Kaldalóni Hörpu undir yfirskriftinni Verðmæti í virðiskeðjunni.

EY Framúrskarandi fyrirtæki og Fyrirmyndarfyrirtæki

Niðurstöður greiningar Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki hafa nú verið gefnar út fyrir árið 2022 og er EY í hópi Framúrskarandi fyrirtækja í ár sem og frá upphafi greininga. Niðurstöður greiningar Viðskiptablaðsins og Keldunnar á Fyrirmyndarfyrirtækjum hafa jafnframt verið kynntar og eru Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2022 um 2% íslenskra fyrirtækja. EY hefur verið á listanum yfir Fyrirmyndarfyrirtæki frá upphafi. Við viljum óska Framúrskarandi fyrirtækjum og Fyrirmyndarfyrirtækjum til hamingju með árangur sinn á árinu og vonumst til að sjá enn fleiri fyrirtæki bætast í hópinn á næstu árum.

Jafnvægisvogin - til hamingju með árangurinn

Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hélt í vikunni stafrænu ráðstefnuna Jafnrétti er ákvörðun, sem streymt var í beinni útsendingu á vefsíðu RÚV. Þar kynnti Eliza Reid viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar, en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar. Á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar árið 2021 voru viðurkenningarhafar 53 talsins en í ár voru þeir samtals 76. Um leið og við þökkum Jafnvægisvog FKA fyrir viðurkenninguna þá óskum við fyrirtækjunum öllum til hamingju með árangurinn. Áfram veginn!

EY leitar af starfsmanni í móttöku og rekstrarumsjón

EY leitar að þjónustulunduðum einstakling til starfa í móttöku, rekstrar- og viðskiptaumsjón á kjarnasviði.

Fyrirhugaðar reglur um alþjóðlegan lágmarksskatt

Ragnhildur Lárusdóttir yfirverkefnastjóri á Skatta- og lögfræðisviði hefur tekið saman áhugaverða samantekt varðandi fyrirhugaðar reglur um alþjóðlegan lágmarksskatt. Reglurnar kveða á um samræmt skattkerfi sem ætlað er að tryggja að stór fjölþjóðleg fyrirtæki greiði 15% lágmarksskatt af tekjum sem myndast í hverri lögsögu þar sem samsteypan starfar.

Guðjón Norðfjörð nýr forstjóri EY á Íslandi

Guðjón Norðfjörð hefur verið ráðinn forstjóri EY á Íslandi. Hann tekur við starfinu af Margréti Pétursdóttur, sem hefur verið forstjóri síðastliðin 3 ár og mun hún nú vinna að því að koma nýjum forstjóra inn í starfið. Guðjón er einn af eigendum EY og hefur starfað hjá félaginu frá stofnun þess. Hann hefur síðastliðin ár verið sviðsstjóri rekstrarráðgjafar og viðskiptaþjónustu, en áður sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar.