Fyrirhugaðar reglur um alþjóðlegan lágmarksskatt
Ragnhildur Lárusdóttir yfirverkefnastjóri á Skatta- og lögfræðisviði hefur tekið saman áhugaverða samantekt varðandi fyrirhugaðar reglur um alþjóðlegan lágmarksskatt. Reglurnar kveða á um samræmt skattkerfi sem ætlað er að tryggja að stór fjölþjóðleg fyrirtæki greiði 15% lágmarksskatt af tekjum sem myndast í hverri lögsögu þar sem samsteypan starfar.