Frétta- og greinasafn

Fyrirhugaðar reglur um alþjóðlegan lágmarksskatt

Ragnhildur Lárusdóttir yfirverkefnastjóri á Skatta- og lögfræðisviði hefur tekið saman áhugaverða samantekt varðandi fyrirhugaðar reglur um alþjóðlegan lágmarksskatt. Reglurnar kveða á um samræmt skattkerfi sem ætlað er að tryggja að stór fjölþjóðleg fyrirtæki greiði 15% lágmarksskatt af tekjum sem myndast í hverri lögsögu þar sem samsteypan starfar.

Guðjón Norðfjörð nýr forstjóri EY á Íslandi

Guðjón Norðfjörð hefur verið ráðinn forstjóri EY á Íslandi. Hann tekur við starfinu af Margréti Pétursdóttur, sem hefur verið forstjóri síðastliðin 3 ár og mun hún nú vinna að því að koma nýjum forstjóra inn í starfið. Guðjón er einn af eigendum EY og hefur starfað hjá félaginu frá stofnun þess. Hann hefur síðastliðin ár verið sviðsstjóri rekstrarráðgjafar og viðskiptaþjónustu, en áður sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar.

Við getum haft áhrif á næstu kynslóð leiðtoga

Við getum haft áhrif á næstu kynslóð leiðtoga segir Rebekka Rún Jóhannesdóttir rekstrar- og sjálfbærniráðgjafi hjá EY Í sérblaði Fréttablaðsins vegna Kvenréttindadagsins 19. júní sl. Í áhugaverða viðtali við Rebekku er m.a. farið yfir það hvernig fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á fylgni á milli jafnara kynjahlutfalls í stjórnunarstöðum við aukna arðsemi, betri árangurs í viðskiptum og sterkari fjárhags fyrirtækja.

Erum við að leita að þér?

EY leitar að sérfræðingi í fyrirtækjaráðgjöf, sérfræðingi og verkefnastjóra í sjálfbærni og aðstoðarmönnum í endurskoðun. Við leitum að einstaklingum sem vinna vel í teymum og hjálpa okkur og viðskiptavinum okkar að ná árangri. Hjá EY munt þú hafa tækifæri til að byggja upp einstaka starfsreynslu. Við munum styðja þig á þinni vegferð við að ná þínum faglegu markmiðum og rækta þína leiðtogahæfileika í alþjóðlegu og krefjandi umhverfi. Ef þú brennur fyrir fyrirtækjaráðgjöf, sjálfbærni eða endurskoðun, sýnir frumkvæði og vilt ná langt þá erum við teymið fyrir þig.

EY leitar að sérfræðingi í fyrirtækjaráðgjöf

Fyrirtækjaráðgjöf EY leitar að sérfræðingi í fyrirtækjaráðgjöf. Fyrirtækjaráðgjöf vinnur náið með viðskiptavinum sínum allt frá mörkun stefnu að framkvæmd fyrir allar ákvarðanir er varða fjármuni og innviði starfseminnar. Hvernig fyrirtæki stjórna fjármunum sínum og innviðum í dag, ákvarðar samkeppnisstöðu þeirra í framtíðinni. EY veitir ráðgjöf til fyrirtækja og opinberra aðila við meðhöndlun fjármuna til að verja eða auka virði sitt og bæta frammistöðu og stýra áhættu þvert á alla þætti starfseminnar. Ef þú brennur fyrir fjármálum fyrirtækja, sýnir frumkvæði og vilt ná langt þá erum við teymið fyrir þig.

EY leitar að sérfræðingi og verkefnastjóra í sjálfbærni

Sjálfbærniteymi EY á Íslandi leitar að hæfu fólki sem brennur fyrir sjálfbærni eins og við. Mikill vöxtur hefur verið í sjálfbærniráðgjöf og staðfestingarvinnu hjá EY á alþjóðavísu vegna aukins þunga á þennan málaflokk hjá fyrirtækjum og stofnunum og hefur EY á að skipa fjölbreyttum hópi sérfræðinga sem starfa á sviði Sjálfbærni (CCaSS – Climate Change and Sustainability Services) og fer teymið stöðugt vaxandi og við leitum nú að sérfræðingi og verkefnastjóra í teymið okkar hjá EY á Íslandi.

Breytingar á hluthafahóp og í stjórnendateymi EY

Breytingar hafa verið gerðar á hluthafahóp og í stjórnendateymi EY. Stefán Þ. Björnsson hefur bæst við í hóp hluthafa ásamt því að gerðar hafa verið breytingar á stjórnendateyminu. Bergur leiðir stafræna þróun og sjálfvirknivæðingu Viðskiptaþjónustu EY, Hafdís er nýr sviðsstjóri Kjarnasviðs og Snjólaug nýr sviðsstjóri Sjálfbærniráðgjafar.

Hólmfríður með fyrirlestur á Framadögum um mikilvægi sjálfbærni

Hólmfríður Árnadóttir sérfræðingur í Sjálfbærniráðgjöf hjá EY verður með fyrirlestur á Framadögum sem fram fara í dag í Háskólanum í Reykjavík. Ert þú búinn að skrá þig?

Skattabæklingur 2022

Opnað verður fyrir framtalsskil einstaklinga 2022, vegna tekna 2021 þann 1. mars og er lokaskiladagur þann 14. mars nk. EY hefur gefið út árlegan skattabækling sinn fyrir árið 2022. Í skattabæklingnum, sem gefinn er út árlega, geta einstaklingar og forsvarsmenn fyrirtækja nálgast haldgóðar almennar upplýsingar um skattamál líðandi stundar.

Hjartanlega til lukku með löggildinguna, Brynja og Sindri

Nýir löggiltir endurskoðendur fengu löggildinguna sína afhenta við útskrift þann 16. desember sl. Átta náðu báðum prófunum þetta árið og kynjahlutfall var jafnt. Við erum virkilega stolt af starfsfólki EY sem þreytti prófin í fyrsta sinn og stóðust. Hjartanlega til lukku með löggildinguna Brynja Dögg Guðjónsdóttir og Sindri Gíslason.