Frétta- og greinasafn

Sjálfbærnidagur atvinnulífsins - SA og EY

Samtök atvinnulífsins og EY á Íslandi taka höndum saman og setja á laggirnar árlegan Sjálfbærnidag atvinnulífsins þar sem fyrirtæki á Íslandi geta sótt sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni og viðmiðum um umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Sjálfbærnidagurinn fer fram í fyrsta sinn 24. nóvember 2021 frá 09:00 - 12:30 með veglegri dagskrá og vinnustofu í Hörpu.

Við lýsum yfir stuðningi við djarfar aðgerðir

Í morgun birtu forstjórar/framkvæmdarstjórar sex aðildarfélaga Festu grein þar sem þau lýsa yfir stuðningi sínum við djarfar ákvarðanatökur þegar kemur að aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum. Greinin er öflugt ákall frá atvinnulífinu til samstarfs um þessa mikilvægu þætti. Margrét Pétursdóttir forstjóri EY er ein af þessum aðilum sem undrita greinina. Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorun samtímans og krefjast þess að við drögum fram það besta í samskiptum og hugviti. Ef við ætlum að eiga möguleika á að snúa ógnvænlegri þróun við og byggja sjálfbært hagkerfi til framtíðar, þurfa einkageirinn og opinberi geirinn að leggjast á eitt og við þurfum að bregðast hratt við segir m.a. í greininni.

Mikilvægum áfanga náð hjá EY í loftlagsmálum

EY hefur sett loftslagsmálin á oddinn í starfseminni sinni. Í dag tilkynnti EY um neikvæða kolefnislosun (e. carbon negative) fyrir síðasta fjárhagsár sem er mikilvægur áfangi til að EY verði að fullu kolefnishlutlaust (e. Net-Zero) fyrir árið 2025. Umbreytingin í nýtt lág-kolefnishagkerfi verður ekki auðveld og við þurfum að fá fleiri fyrirtæki á vagninn. Fyrirtæki sem setja loftslagsmálin í forgang skipa sér í fylkingu þeirra sem láta sig varða framtíð okkar allra og vilja vera hluti af einhverju stærra en bara þau sjálf segir Gunnar S. Magnússon, meðeigandi og sviðsstjóri Sjálfbærni EY. Fréttir

EY í hópi Framúrskarandi fyrirtækja

Niðurstöður greiningar Creditinfo um Framúrskarandi fyrirtæki hafa nú verið gefnar út og EY er í hópi Framúrskarandi fyrirtækja í ár sem og frá upphafi. Tilgangur EY á heimsvísu er Building a Better Working World, að búa til betri heim til að lifa og starfa í fyrir okkur öll. Við leggjum áherslu á langtímavirði fyrir viðskiptavini okkar, langtímavirði fyrir starfsmenn okkar og langtímavirði fyrir samfélagið í heild sinni. Við viljum óska Framúrskarandi fyrirtækum til hamingju með árangur sinn á árinu og vonumst til að sjá enn fleiri fyrirtæki bætast í hópinn á næstu árum.

EY tekur þátt í loftlagsþrennunni - röð áhugaverðra viðburða um sjálfbærni og loftlagsmál

EY tekur þátt í loftlagsþrennunni sem er röð viðburða er varðar sjálfbærni og loftlagsmál. Ef þitt fyrirtæki vill vera með puttann á púlsinum í gegnum hnitmiðaða og praktíska upplýsingamiðlun skaltu fylgjast með. Þeim er öllum streymt og aðgangur ókeypis. Sjálfbærnidagur EY og Samtaka atvinnulífins fer t.a.m. fram þann 24. nóvember nk. frá kl. 9-11.

Geta kolefnismarkaðir bjargað loftlagsmarkmiðum Íslands?

Geta kolefnismarkaðir bjargað loftlagsmarkmiðum Íslands? Endilega kynnið ykkur áhugaverða grein sem Gunnar Magnússon meðeigandi og sviðsstjóri Sjálfbærni hjá EY skrifar ásamt Guðmundi Sigbergssyni framkvæmdastjóra Loftslagsskrár Íslands.

EY er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri í ár líkt og frá upphafi mælinga

Niðurstöður greiningar Viðskiptablaðsins og Keldunnar á Fyrirmyndarfyrirtækjum hafa nú verið unnar og eru Fyrirmyndarfyrirtæki 2021 um 2% íslenskra fyrirtækja. EY hefur verið á listanum yfir Fyrirmyndarfyrirtæki frá upphafi. EY óskar Fyrirmyndarfyrirtækjum til hamingju með árangur sinn á árinu og vonumst til að sjá enn fleiri fyrirtæki bætast í hópinn á næstu árum.

Hver er staða kynjajafnréttis í orkugeiranum á Norðurlöndum?

Hver er staða kynjajafnréttis í orkugeiranum á Norðurlöndum? Hvaða tækifæri hafa konur þegar kemur að ákvörðunartöku og hvað er verið að gera til þess að bæta jafnrétti? Skýrslan, „Gender equality in the Nordic energy sector“ byggir á þessum spurningum. Skýrslan er samstarfsverkefni Nordic Energy Research (NER) og EY, þar sem EY á Íslandi sá um verkefnastjórnun, gagnaöflun, greiningu, úrvinnslu og mótun lokaniðurstaðna. Endilega kynntu þér efni skýrslunnar.

Gunnar hefur bæst í hóp eigenda EY

Gunnar S. Magnússon hefur bæst í hóp eigenda EY en Gunnar leiðir sjálfbærniteymi EY sem stofnað var á árinu hjá félaginu. Teymið vinnur þvert á önnur svið EY og myndar sterk tengsl við alþjóðleg CCaSS (e. Climate Change and Sustainability Services) teymi EY, sérstaklega á Norðurlöndunum. Mikill vöxtur hefur verið í sjálfbærniráðgjöf og staðfestingarvinnu hjá EY á alþjóðavísu vegna aukins þunga á þennan málaflokk hjá fyrirtækjum og stofnunum og hefur EY á að skipa fjölbreyttum hópi sérfræðinga á sviði sjálfbærni um allan heim sem fer stöðugt vaxandi. Við bjóðum Gunnar velkominn í eigendahóp EY!

Fræðslupakki Festu um samfélagsábyrgð

Á dögunum kynnti Festa heildstæðan fræðslupakka og verkfærakistu sem ætlaður er litlum og meðalstórum fyrirtækjum til að hefja vegferð sína í umhverfis- og loftlagsmálum. Fræðslupakkinn er gjöf Festu til samfélagsins. Fræðslupakkinn er heildstæður pakki sem gerir notendum kleift að setja sér stefnu, markmið, mæla árangurinn í samræmi við alþjóðlega viðurkennda staðla og aðlagað að íslenskum raunveruleika, og fá raundæmi úr heimi atvinnulífsins um hvernig slík vegferð fer fram. Við þökkum Festu kærlega fyrir ánægjulegt samstarf við gerð fræðslupakkans.