EY tekur þátt í loftlagsþrennunni - röð áhugaverðra viðburða um sjálfbærni og loftlagsmál
EY tekur þátt í loftlagsþrennunni sem er röð viðburða er varðar sjálfbærni og loftlagsmál. Ef þitt fyrirtæki vill vera með puttann á púlsinum í gegnum hnitmiðaða og praktíska upplýsingamiðlun skaltu fylgjast með. Þeim er öllum streymt og aðgangur ókeypis. Sjálfbærnidagur EY og Samtaka atvinnulífins fer t.a.m. fram þann 24. nóvember nk. frá kl. 9-11.