Félag löggiltra endurskoðenda (FLE) og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, buðu til samtals um sjálfbærni í rekstri, skýrslugjöf og mikilvægi staðfestinga á sjálfbærni upplýsingum hjá fyrirtækjum. Margrét Pétursdóttir forstjóri EY og endurskoðandi var á meðal framsögumanna á fundinum og fjallaði um upplýsingagjöf fyrirtækja um sjálfbærni, núverandi lagakröfur, valkosti um regluverk og vænta þróun á komandi misserum hvað varðar framsetningu og óháðar staðfestingar. Hér getur þú hlustað á erindi Margrétar sem og efnið sem farið var yfir.