Frétta- og greinasafn

Geta endurskoðendur bjargað heiminum?

Í janúar blaði Félags löggiltra endurskoðenda sem kom út í vikunni er að finna grein eftir Margréti Pétursdóttur forstjóra EY sem ber heitið "Geta endurskoðendur bjargað heiminum?". Í greininni fer Margrét yfir stöðu mála varðandi jörðina okkar, Parísarsamkomulagið, heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, langtímavirði, viðmið, staðfestingar og hvort það verði á endanum endurskoðendur sem bjargi heiminum? Endilega kynntu þér áhugaverða grein.

EY ætlar að kolefnisjafna meira en við losum á árinu

Við hjá EY náðum markmiði okkar um að vera kolefnishlutlaus í lok árs 2020. Við ætlum að gera betur í ár og halda áfram að minnka kolefnissporið okkar en um leið kolefnisjafna meira en við losum.

Ingunn H. Hauksdóttir, stjórnarformaður EY í skemmtilegu viðtali

Ingunn H. Hauksdóttir okkar er hér í skemmtilegu viðtali í sérblaði Fréttablaðsins um Konur í atvinnulífinu en við hjá EY leggjum áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika í öllum sínum myndum. Í viðtalinu fer Ingunn t.am. yfir hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum hjá EY. „Ég er stjórnarformaður og forstjórinn okkar er líka kona. Ríflega helmingur starfsmanna er kvenkyns og meðal endurskoðenda hjá okkur er 38% konur, en það hlutfall er 30% í stéttinni á Íslandi.

Starfsfólk EY óskar þér og þínum gleðilegrar hátíðar

Starfsfólk EY óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum viðskiptavinum okkar fyrir viðskiptin og ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Hér má sjá opnunartíma okkar yfir hátíðirnar.

EY í hópi Framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo

EY er í hópi Framúrskarandi fyrirtækja árið 2020 og hefur verið frá upphafi. Í sérblaði Morgunblaðsins um Framúrskarandi fyrirtæki sem kom út í dag má sjá viðtal við Margréti Pétursdóttur forstjóra EY um fyrirtækjamenningu og starfsumhverfi EY.

EY í hópi Fyrirmyndarfyrirtækja 2020

EY er í hópi Fyrirmyndarfyrirtækja Viðskiptablaðsins og Keldunnar 2020 en EY hefur verið í þeim hópi frá upphafi. EY óskar Fyrirmyndarfyrirtækjum til hamingju með árangur sinn á árinu og vonumst til að sjá enn fleiri fyrirtæki bætast í hópinn á næstu árum. Hér meðfylgjandi má sjá viðtal við Margréti Pétursdóttur, forstjóra EY, sem birtist í sérútgáfu Viðskiptablaðsins af þessu tilefni.

Ragnar Oddur í eigendahóp EY

Ragnar Oddur Rafnsson hefur bæst í hóp eigenda EY. Ragnar Oddur Rafnsson hóf störf hjá EY á árinu 2013 og hefur verið sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar frá árinu 2019.

Samantekt EY um aðgerðir íslenskra stjórnvalda

Þann 21. mars sl. kynntu stjórnvöld efnahagsaðgerðir í 10 liðum vegna COVID- 19, eru þessar aðgerðir ætlaðar til þess að koma til móts við fyrirtæki og launamenn í landinu og milda höggið fyrir íslenskt efnahagslíf. Stærstur hluti þessara aðgerða voru samþykktar á Alþingi þann 30. mars sl. og höfum við hjá EY tekið saman umfjöllun um þær helstu. Við höfum jafnframt tekið saman yfirlit yfir ýmsa gagnlega tengla þessu tengdu sem við vonum að komi að góðum notum.

Vefvarp EY um áhrif COVID-19 á fjármálastofnanir

Á morgun, þriðjudag 31. mars, verður haldið fyrsta vefvarp EY um áhrif Covid-19 á fjármálastofnanir. Margar áskoranir rísa þegar möguleg áhrif eru greind og er ljóst að áhrif vegna IFRS 9 og útreiknings á virðisrýrnun fjáreigna vega þungt. Þar geta komið upp margvísleg álitaefni, t.d. í tengslum við framtíðarspár, áhrif af aðgerðum ríkisstjórna á útreikning á virðisrýrnun, áhrif af tímabundnum tilslökunum til viðskiptavina, o.s.frv.

Krefjandi aðstæður á markaði

Aðstæður um þessar mundir eru mjög krefjandi og fyrirtæki og einstaklingar þurfa að gera sitt besta til að bregðast við þeim með öllum mögulegum ráðum. Við hjá EY viljum leggja okkar af mörkum og höfum í þeim tilgangi tekið saman yfirlit sem fyrirtæki geta nýtt sér í mati sínu á áhrifum COVID- 19 á rekstur fyrirtækisins. Við höfum auk þess tekið saman umfjöllun um aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem komnar eru til framkvæmda og útreikningstöflur.