Frétta- og greinasafn

EY er í hópi framúrskarandi fyrirtækja 2019

Niðurstöður greiningar Creditinfo á framúrskarandi fyrirtækjum hafa nú verið unnar í tíunda sinn og eru framúrskarandi fyrirtæki 2019 um 2% íslenskra fyrirtækja. EY hefur verið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki frá upphafi. EY hefur á heimsvísu tileinkað sér slagorðið „Building a better working world“. Í því felst að við viljum auka traust og tiltrú í viðskiptum, sjálfbæran vöxt, þróun hæfileika í öllum sínum myndum og meiri samvinnu.

Breytingar á stjórnendateymi EY

Á aðalfundi EY voru gerðar breytingar á stjórnendateymi félagsins. Geir Steindórsson tekur við starfi sviðsstjóra endurskoðunarsviðs af Margréti Pétursdóttur, sem nýlega tók við starfi forstjóra EY. Þá verður Guðjón Norðfjörð sviðsstjóri rekstrarráðgjafar, Ragnar Oddur Rafnsson sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar og Valgerður Kristjánsdóttir mun gegna starfi gæðastjóra félagsins.

Ekki einkamál endurskoðenda

Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins er viðtal við Margréti Pétursdóttur í tengslum við morgunfund EY um innleiðingu á nýjum Evrópureglum um endurskoðun sem fram fer í dag. Í Viðskiptapúlsi blaðsins er jafnframt að finna hljóðvarp áhugavert hljóðvarp þar sem Margrét fer yfir málin.

Morgunfundur EY um nýjar Evrópureglur í endurskoðun

EY býður til morgunfundar um innleiðingu á nýjum Evrópureglum um endurskoðun og áhrif þeirra á hluverk stjórna og endurskoðunarnefnda, þann 19. september nk.

Nýr forstjóri EY á Íslandi

Margrét Pétursdóttir mun taka við af Ásbirni Björnssyni sem forstjóri EY á Íslandi á næsta aðalfundi félagsins sem haldinn verður í september.

Konur í orkumálum - skýrsla unnin af EY fyrir félagið

Konur í orkumálum er félag þeirra sem starfa í orku- og veitugeiranum eða hafa áhuga á honum. Í síðustu viku kom út skýrsla Kvenna í orkumálum um stöðu kvenna í orkugeiranum en skýrslan er unnin af EY fyrir félagið. Endilega kynntu þér niðurstöður skýrslunnar hér.

IFRS - fyrirmyndar árshlutareikningur

EY gefur út einu sinni á ári dæmi um fyrirmyndar árshlutareikning „Good Group“. Í honum má finna fyrirmyndarskýringar fyrir fyrirtæki sem gefa út árshlutareikning sinn í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Í Good Group 2019 má m.a. finna fyrirmyndarskýringar fyrir IFRS 16 sem er nýr reikningsskilastaðall um leigusamninga sem tók gildi þann 1. janúar sl.

Alþjóðadagur kvenna er í dag

Í dag, 8. mars, er alþjóðadagur kvenna. Hjá EY starfa um 130.000 konur á alþjóðavísu og er starf þeirra okkur ómetanlegt. Við hjá EY vinnum að bættum hag kvenna og kynjajöfnuði um allan heim undir nafninu Women.Fast forward. Í tilefni dagsins leggjum við á alþjóðavísu áherslu á kynjajöfnuð með myllumerkinu #SheBelongs.

EY verður á UTmessunni í Hörpunni dagana 8. og 9. febrúar nk.

EY verður á UTmessunni í Hörpunni daganna 8. og 9. febrúar nk. Á UTmessunni verður ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingatækni þann 8. febrúar nk. og þar verður EY með fyrirlestur um gervigreind í Evrópu en á laugardeginum 9. febrúar nk. verður opið fyrir almenning með áhugaverðri sýningu á tölvugeiranum, endilega kíkið við hjá okkur á leið ykkar til stafrænnar framtíðar.

Nýir hluthafar hjá EY

Ágústa Berg, Geir Steindórsson og Hulda Sigurbjörnsdóttir hafa bæst í hóp hluthafa hjá EY endurskoðun og ráðgjöf. Öll búa þau yfir mikilli þekkingu og reynslu á sínu sviði og koma til með að efla starfsemi EY enn frekar.