Margrét Pétursdóttir endurskoðandi, Sigurður S. Jónsson og Guðmundur Már Þórsson hjá EY hafa tekið saman áhugaverða grein um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sjálfbæra þróun og samfélagslega ábyrgð endurskoðenda.
EY hefur nú gefið út árlegan skattabækling sinn, 2020. Í skattabæklingnum, sem gefinn er út árlega, geta einstaklingar og forsvarsmenn fyrirtækja nálgast haldgóðar almennar upplýsingar um skattamál líðandi stundar.
EY verður á Framadögum 2020. Framadagar er árlegur viðburður, skipulagður af AIESEC á Íslandi. Megintilgangur Framadaga er að gefa ungu fólki á Íslandi tækifæri til þess að komast í kynni við íslenskt atvinnulíf og önnur fjölbreytt tækifæri víðs vegar um heiminn. Framadagar fara fram fimmtudaginn 30. janúar nk., frá kl. 10-14. Við erum EY - ert þú EY, kíktu endilega við hjá okkur!
EY er stoltur styrktaraðili Women Leaders Global Forum sem haldið er í Hörpunni, dagana 18.-20. nóvember. Reykjavík Global Forum var fyrst haldið á Íslandi í nóvember 2018. Ráðstefnan er haldin árlega í samvinnu við Women Political Leaders (WPL) og ríkisstjórn Íslands undir fyrirsögninni "together".
Nánari upplýsingar má finna með því að smella hér.
Niðurstöður greiningar Creditinfo á framúrskarandi fyrirtækjum hafa nú verið unnar í tíunda sinn og eru framúrskarandi fyrirtæki 2019 um 2% íslenskra fyrirtækja. EY hefur verið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki frá upphafi. EY hefur á heimsvísu tileinkað sér slagorðið „Building a better working world“. Í því felst að við viljum auka traust og tiltrú í viðskiptum, sjálfbæran vöxt, þróun hæfileika í öllum sínum myndum og meiri samvinnu.
Á aðalfundi EY voru gerðar breytingar á stjórnendateymi félagsins. Geir Steindórsson tekur við starfi sviðsstjóra endurskoðunarsviðs af Margréti Pétursdóttur, sem nýlega tók við starfi forstjóra EY. Þá verður Guðjón Norðfjörð sviðsstjóri rekstrarráðgjafar, Ragnar Oddur Rafnsson sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar og Valgerður Kristjánsdóttir mun gegna starfi gæðastjóra félagsins.
Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins er viðtal við Margréti Pétursdóttur í tengslum við morgunfund EY um innleiðingu á nýjum Evrópureglum um endurskoðun sem fram fer í dag. Í Viðskiptapúlsi blaðsins er jafnframt að finna hljóðvarp áhugavert hljóðvarp þar sem Margrét fer yfir málin.
EY býður til morgunfundar um innleiðingu á nýjum Evrópureglum um endurskoðun og áhrif þeirra á hluverk stjórna og endurskoðunarnefnda, þann 19. september nk.
Konur í orkumálum er félag þeirra sem starfa í orku- og veitugeiranum eða hafa áhuga á honum. Í síðustu viku kom út skýrsla Kvenna í orkumálum um stöðu kvenna í orkugeiranum en skýrslan er unnin af EY fyrir félagið. Endilega kynntu þér niðurstöður skýrslunnar hér.