IFRS - fyrirmyndar árshlutareikningur
EY gefur út einu sinni á ári dæmi um fyrirmyndar árshlutareikning „Good Group“. Í honum má finna fyrirmyndarskýringar fyrir fyrirtæki sem gefa út árshlutareikning sinn í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Í Good Group 2019 má m.a. finna fyrirmyndarskýringar fyrir IFRS 16 sem er nýr reikningsskilastaðall um leigusamninga sem tók gildi þann 1. janúar sl.