Frétta- og greinasafn

IFRS - fyrirmyndar árshlutareikningur

EY gefur út einu sinni á ári dæmi um fyrirmyndar árshlutareikning „Good Group“. Í honum má finna fyrirmyndarskýringar fyrir fyrirtæki sem gefa út árshlutareikning sinn í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Í Good Group 2019 má m.a. finna fyrirmyndarskýringar fyrir IFRS 16 sem er nýr reikningsskilastaðall um leigusamninga sem tók gildi þann 1. janúar sl.

Alþjóðadagur kvenna er í dag

Í dag, 8. mars, er alþjóðadagur kvenna. Hjá EY starfa um 130.000 konur á alþjóðavísu og er starf þeirra okkur ómetanlegt. Við hjá EY vinnum að bættum hag kvenna og kynjajöfnuði um allan heim undir nafninu Women.Fast forward. Í tilefni dagsins leggjum við á alþjóðavísu áherslu á kynjajöfnuð með myllumerkinu #SheBelongs.

EY verður á UTmessunni í Hörpunni dagana 8. og 9. febrúar nk.

EY verður á UTmessunni í Hörpunni daganna 8. og 9. febrúar nk. Á UTmessunni verður ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingatækni þann 8. febrúar nk. og þar verður EY með fyrirlestur um gervigreind í Evrópu en á laugardeginum 9. febrúar nk. verður opið fyrir almenning með áhugaverðri sýningu á tölvugeiranum, endilega kíkið við hjá okkur á leið ykkar til stafrænnar framtíðar.

Nýir hluthafar hjá EY

Ágústa Berg, Geir Steindórsson og Hulda Sigurbjörnsdóttir hafa bæst í hóp hluthafa hjá EY endurskoðun og ráðgjöf. Öll búa þau yfir mikilli þekkingu og reynslu á sínu sviði og koma til með að efla starfsemi EY enn frekar.

EY er framúrskarandi fyrirtæki og fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2018

EY hefur á heimsvísu tileinkað sér slagorðið „Building a better working world“. Í því felst að við viljum auka traust og tiltrú í viðskiptum, sjálfbæran vöxt, þróun hæfileika í öllum sínum myndum og meiri samvinnu. Við viljum óska framúrskarandi fyrirtækjum og fyrirmyndarfyrirtækjum í rekstri til hamingju með árangur sinn á árinu og vonumst til að sjá enn fleiri fyrirtæki bætast í hópinn á næstu árum.

Alþjóðleg könnun EY á upplýsingaöryggi - 2018

EY er á meðal fremstu fyrirtækja í heimi á sviði upplýsingaöryggis og hefur í samfleytt 20 ár framkvæmt könnun á upplýsingaöryggi þeirra (EY Global Information Security Survey – EY GISS).

Margrét Pétursdóttir, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs EY, kosin í stjórn Alþjóðasambands endurskoðenda (IFAC)

Það er EY mikil ánægja að tilkynna að Margrét Pétursdóttir, einn af eigendum EY og sviðsstjóri endurskoðunarsviðs félagsins var þann 2. nóvember sl. kosin í stjórn IFAC, Alþjóðasambands endurskoðenda í Sydney í Ástralíu

IFRS - fyrirmyndarársreikningur

EY gefur út einu sinni á ári dæmi um fyrirmyndarársreikning „Good Group“. Í honum má finna fyrirmyndarskýringar fyrir fyrirtæki sem gefa út ársreikning sinn í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Í Good Group 2018 má m.a. finna fyrirmyndarskýringar fyrir IFRS 9 og IFRS 15 en þessi tveir staðlar tóku gildi þann 1.1.2018. EY gefur jafnframt út fyrirmyndarársreikninga fyrir hinar ýmsu atvinnugreinar t.d. fasteignafélög og tryggingafélög, en þessa ársreikninga má finna á IFRS heimasíðu okkar

Nýr sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs EY

Símon Þór Jónsson er nýr sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs EY á Íslandi.  Símon Þór hóf störf hjá EY á árinu 2016 og er einn af eigendum félagsins. Símon Þór er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með diploma í hagfræði frá sama skóla, auk þess sem hann hefur sótt sér menntun í Leiden University varðandi tvísköttunarsamninga. Símon Þór hefur mikla þekkingu og reynslu á flóknum skattamálum og hefur áratuga starfsreynslu á því sviði.

Ný lög um persónuvernd samþykkt (GDPR)

Þann 15. júlí 2018 taka í gildi ný lög á Íslandi um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem byggja á reglugerð ESB sem eykur kröfur um vernd persónuupplýsinga (GDPR).