EY er framúrskarandi fyrirtæki og fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2018
EY hefur á heimsvísu tileinkað sér slagorðið „Building a better working world“. Í því felst að við viljum auka traust og tiltrú í viðskiptum, sjálfbæran vöxt, þróun hæfileika í öllum sínum myndum og meiri samvinnu. Við viljum óska framúrskarandi fyrirtækjum og fyrirmyndarfyrirtækjum í rekstri til hamingju með árangur sinn á árinu og vonumst til að sjá enn fleiri fyrirtæki bætast í hópinn á næstu árum.