Frétta- og greinasafn

EY á UTmessunni í Hörpunni 2 og 3. febrúar.

EY hefur verið leiðandi aðili í tæknlegri framþróun um allan heim. Þjónusta og ráðgjöf EY er víðtæk á mörgum sviðum upplýsingatækninnar, svo sem varðandi upplýsingaöryggi, skipulag upplýsingakerfa, persónuverndarlöggjöf (GDPR) og stafrænt vinnuafl (RPA). Við hvetjum alla til að kíkja við hjá okkur og fræðast um allt það sem EY hefur upp á að bjóða.

Skattabæklingur EY 2018

EY hefur nú gefið út árlegan skattabækling sinn, 2018. Í skattabæklingnum, sem gefinn er út árlega, geta einstaklingar og forsvarsmenn fyrirtækja nálgast haldgóðar almennar upplýsingar um skattamál líðandi stundar.

Gleðilega hátíð - opnunartími yfir hátíðina

Starfsfólk EY óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Opnunartími okkar yfir jólahátíðina er sem hér segir: 23. desember, Þorláksmessa: Lokað 27. desember: Lokað 28-30. desember: Hefðbundinn opnunartími frá kl. 9-16.

EY óskar eftir nemum í endurskoðun

EY óskar eftir nemum í endurskoðun. Ert þú tilbúin að hefja EY vegferðina þína?

Margrét í stjórn Viðskiptaráðs

Úrslit formanns- og stjórnarkjörs Viðskiptaráðs Íslands fyrir tímabilið 2022-2024 voru kynnt á aðalfundi Viðskiptaráðs sem fram fór í morgun. Margrét Pétursdóttir forstjóri EY er á meðal stjórnarmanna. EY óskar nýskipuðum stjórnarmönnum Viðskiptaráðs velfarnaðar í störfum sínum.

Móttakan okkar er lokuð fyrir hádegi 7. feb. vegna veðurviðvarana

Vegna veðurviðvarana og tilmæla almannavarna þá verður móttakan okkar lokuð fyrir hádegi mánudaginn 7. febrúar. Við erum þó ekki langt undan og síminn okkar er opinn. Farið varlega.

Meniga hlýtur óháða staðfestingu á kolefnisreikni

Meniga hlýtur óháða staðfestingu á kolefnisreikni. „Við hjá EY höfum sett sjálfbærni í víðasta skilningi þess hugtaks í forgang hjá okkur og það er okkur mikil ánægja að hafa tekið þátt í því verkefni sem Meniga er að inna af hendi. Það að fyrirtæki afli sér óháðrar staðfestingar á mikilvægum upplýsingum er varða sjálfbærni eykur gagnsæi og traust gagnvart starfsemi þeirra og færir okkur sem samfélag nær markmiðum okkar um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040,” segir Margrét Pétursdóttir, forstjóri og meðeigandi hjá EY.

EY óskar öllum gleðilegra páska

EY óskar viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra páska.

Morgunfundur um gagnlega framsetningu ársreikninga o.s.frv.

Þann 12. október sl. bauð EY á morgunfund á Hilton Nordica Reykjavík þar sem fjallað var um eftirfarandi: Gagnlega framsetningu ársreikninga og APM‘s, skilvirkni skýringa í ársreikningumog nýja staðla og álitaefni varðandi IFRS 9, IFRS 15 og IFRS16.

Margrét Pétursdóttir kosin formaður Norrænu endurskoðunarsamtakanna.

Á ársþingi Norræna endurskoðendasambandsins (NRF) sem haldið var í Þrándheimi í ágúst síðast liðnum var Margrét kosin formaður sambandsins.