Könnun EY á upplýsingaöryggi
Upplýsingaöryggi er einn af lykiláhættuþáttum fyrirtækja og þar með undirliggjandi þáttur í sérhverjum hluta innra eftirlits þeirra. EY er á meðal fremstu fyrirtækja í heimi á sviði upplýsingaöryggis og hefur í samfleytt 20 ár framkvæmt könnun á upplýsingaöryggi þeirra (EY Global Information Security Survey – EY GISS). Við hjá EY á Íslandi viljum kanna hug íslenskra fyrirtækja til þátttöku í könnuninni.