Frétta- og greinasafn

Könnun EY á upplýsingaöryggi

Upplýsingaöryggi er einn af lykiláhættuþáttum fyrirtækja og þar með undirliggjandi þáttur í sérhverjum hluta innra eftirlits þeirra. EY er á meðal fremstu fyrirtækja í heimi á sviði upplýsingaöryggis og hefur í samfleytt 20 ár framkvæmt könnun á upplýsingaöryggi þeirra (EY Global Information Security Survey – EY GISS). Við hjá EY á Íslandi viljum kanna hug íslenskra fyrirtækja til þátttöku í könnuninni.

EY á innri endurskoðunardegi FIE, 23. mars sl.

Þann 23. mars sl. fór fram ráðstefna á vegum FIE (Félag um innri endurskoðun), innri endurskoðunardagurinn.  Á ráðstefnunni var fjallað um ávinning af störfum innri endurskoðunar að mati hagsmunaaðila. EY var á ráðstefnunni og fjallaði Valgerður Kristjánsdóttir einn af eigendum hjá EY og löggiltur endurskoðandi um samstarf ytri og innri endurskoðanda.

Drög að frumvarpi um vernd persónuupplýsinga - GDPR

Drög að frumvarpi vegna reglugerðarinnar hefur nú verið lagt fram. Við viljum athygli á því að opið er fyrir innsendingu umsagna til 19. mars 2018 og hvetjum alla hagsmunaaðila til að kynna sér drögin.

EY á Framadögum

EY var á Framadögum í dag í Háskólanum í Reykjavík. Við þökkum þeim sem litu við hjá okkur í dag og óskum þeim velfarnaðar við val á framtíðarstarfi.

EY á UTmessunni í Hörpunni 2 og 3. febrúar.

EY hefur verið leiðandi aðili í tæknlegri framþróun um allan heim. Þjónusta og ráðgjöf EY er víðtæk á mörgum sviðum upplýsingatækninnar, svo sem varðandi upplýsingaöryggi, skipulag upplýsingakerfa, persónuverndarlöggjöf (GDPR) og stafrænt vinnuafl (RPA). Við hvetjum alla til að kíkja við hjá okkur og fræðast um allt það sem EY hefur upp á að bjóða.

Skattabæklingur EY 2018

EY hefur nú gefið út árlegan skattabækling sinn, 2018. Í skattabæklingnum, sem gefinn er út árlega, geta einstaklingar og forsvarsmenn fyrirtækja nálgast haldgóðar almennar upplýsingar um skattamál líðandi stundar.

Sjálfbærnivika EY

Starfsfólk EY tók þátt í sjálfbærniviku í maí þar sem margbreytilegir viðburðir voru á dagskrá.

Gleðilega hátíð - opnunartími yfir hátíðina

Starfsfólk EY óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Opnunartími okkar yfir jólahátíðina er sem hér segir: 23. desember, Þorláksmessa: Lokað 27. desember: Lokað 28-30. desember: Hefðbundinn opnunartími frá kl. 9-16.

EY óskar eftir nemum í endurskoðun

EY óskar eftir nemum í endurskoðun. Ert þú tilbúin að hefja EY vegferðina þína?

Margrét í stjórn Viðskiptaráðs

Úrslit formanns- og stjórnarkjörs Viðskiptaráðs Íslands fyrir tímabilið 2022-2024 voru kynnt á aðalfundi Viðskiptaráðs sem fram fór í morgun. Margrét Pétursdóttir forstjóri EY er á meðal stjórnarmanna. EY óskar nýskipuðum stjórnarmönnum Viðskiptaráðs velfarnaðar í störfum sínum.