Frétta- og greinasafn

Vefvarp EY um áhrif COVID-19 á fjármálastofnanir

Á morgun, þriðjudag 31. mars, verður haldið fyrsta vefvarp EY um áhrif Covid-19 á fjármálastofnanir. Margar áskoranir rísa þegar möguleg áhrif eru greind og er ljóst að áhrif vegna IFRS 9 og útreiknings á virðisrýrnun fjáreigna vega þungt. Þar geta komið upp margvísleg álitaefni, t.d. í tengslum við framtíðarspár, áhrif af aðgerðum ríkisstjórna á útreikning á virðisrýrnun, áhrif af tímabundnum tilslökunum til viðskiptavina, o.s.frv.

EY er í hópi framúrskarandi fyrirtækja 2019

Niðurstöður greiningar Creditinfo á framúrskarandi fyrirtækjum hafa nú verið unnar í tíunda sinn og eru framúrskarandi fyrirtæki 2019 um 2% íslenskra fyrirtækja. EY hefur verið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki frá upphafi. EY hefur á heimsvísu tileinkað sér slagorðið „Building a better working world“. Í því felst að við viljum auka traust og tiltrú í viðskiptum, sjálfbæran vöxt, þróun hæfileika í öllum sínum myndum og meiri samvinnu.

IFRS - fyrirmyndar árshlutareikningur

EY gefur út einu sinni á ári dæmi um fyrirmyndar árshlutareikning „Good Group“. Í honum má finna fyrirmyndarskýringar fyrir fyrirtæki sem gefa út árshlutareikning sinn í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Í Good Group 2019 má m.a. finna fyrirmyndarskýringar fyrir IFRS 16 sem er nýr reikningsskilastaðall um leigusamninga sem tók gildi þann 1. janúar sl.

Margrét Pétursdóttir kosin formaður Norrænu endurskoðunarsamtakanna.

Á ársþingi Norræna endurskoðendasambandsins (NRF) sem haldið var í Þrándheimi í ágúst síðast liðnum var Margrét kosin formaður sambandsins.

Glöggvar þú þig á glöggri mynd?

Töluverð alþjóðleg umræða hefur átt sér stað um þörf þess að upplýsingagjöf fyrirtækja í ársreikningum verði þróuð áfram. Skipulag og skýrleiki í framsetningu ársreikninga hefur...

Nýjar takmarkanir á arðsúthlutunum

Ársreikningar fyrirtækja fyrir árið 2016 verða gerðir samkvæmt nýjum lögum um ársreikninga sem samþykkt voru á alþingi 2. júní sl. Meðal breytinga sem felast í nýju lögunum eru nýjar takmarkanir á arðsúthlutunum.