Vefvarp EY um áhrif COVID-19 á fjármálastofnanir
Á morgun, þriðjudag 31. mars, verður haldið fyrsta vefvarp EY um áhrif Covid-19 á fjármálastofnanir. Margar áskoranir rísa þegar möguleg áhrif eru greind og er ljóst að áhrif vegna IFRS 9 og útreiknings á virðisrýrnun fjáreigna vega þungt. Þar geta komið upp margvísleg álitaefni, t.d. í tengslum við framtíðarspár, áhrif af aðgerðum ríkisstjórna á útreikning á virðisrýrnun, áhrif af tímabundnum tilslökunum til viðskiptavina, o.s.frv.