Frétta- og greinasafn

EY er í hópi framúrskarandi fyrirtækja 2019

Niðurstöður greiningar Creditinfo á framúrskarandi fyrirtækjum hafa nú verið unnar í tíunda sinn og eru framúrskarandi fyrirtæki 2019 um 2% íslenskra fyrirtækja. EY hefur verið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki frá upphafi. EY hefur á heimsvísu tileinkað sér slagorðið „Building a better working world“. Í því felst að við viljum auka traust og tiltrú í viðskiptum, sjálfbæran vöxt, þróun hæfileika í öllum sínum myndum og meiri samvinnu.

Könnun EY á upplýsingaöryggi

Upplýsingaöryggi er einn af lykiláhættuþáttum fyrirtækja og þar með undirliggjandi þáttur í sérhverjum hluta innra eftirlits þeirra. EY er á meðal fremstu fyrirtækja í heimi á sviði upplýsingaöryggis og hefur í samfleytt 20 ár framkvæmt könnun á upplýsingaöryggi þeirra (EY Global Information Security Survey – EY GISS). Við hjá EY á Íslandi viljum kanna hug íslenskra fyrirtækja til þátttöku í könnuninni.

Er þitt fyrirtæki undirbúið fyrir GDPR?

Í dag 25. maí 2018, tekur gildi ný reglugerð ESB sem eykur kröfur um vernd persónuupplýsinga (GDPR). Unnið er að innleiðingu reglugerðarinnar í íslenska löggjöf. Markmiðið með reglugerðinni er að innan evrópska efnahagssvæðisins verði samræmdar reglur um verndun persónuupplýsinga. GDPR mun hafa áhrif á vinnslu persónuupplýsinga hjá öllum fyrirtækjum.

Drög að frumvarpi um vernd persónuupplýsinga - GDPR

Drög að frumvarpi vegna reglugerðarinnar hefur nú verið lagt fram. Við viljum athygli á því að opið er fyrir innsendingu umsagna til 19. mars 2018 og hvetjum alla hagsmunaaðila til að kynna sér drögin.

EY á UTmessunni í Hörpunni 2 og 3. febrúar.

EY hefur verið leiðandi aðili í tæknlegri framþróun um allan heim. Þjónusta og ráðgjöf EY er víðtæk á mörgum sviðum upplýsingatækninnar, svo sem varðandi upplýsingaöryggi, skipulag upplýsingakerfa, persónuverndarlöggjöf (GDPR) og stafrænt vinnuafl (RPA). Við hvetjum alla til að kíkja við hjá okkur og fræðast um allt það sem EY hefur upp á að bjóða.

EY á innri endurskoðunardeginum 2017

Daglega vinna árásaraðilar (e. Intruders) um allan heim að nýjum leiðum til að komast í gegnum öryggisvarnir fyrirtækja. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær fyrirtæki og stofnanir lenda í netárásum...

Alþjóðleg könnun EY á upplýsingaöryggi

Áhættur í upplýsingaöryggi fara vaxandi og breytast ört, ekki síst hvað varðar netöryggi (e. Cyber Security). Daglega vinna árásaraðilar (e. Intruders) um allan heim að nýjum leiðum með það að markmiði að komast í gegnum öryggisvarnir fyrirtækja...