IFRS - fyrirmyndarársreikningur

EY gefur út einu sinni á ári fyrirmyndarársreikning „Good Group“ sjá hér. Í honum má finna fyrirmyndarskýringar fyrir fyrirtæki sem gefa út ársreikning sinn í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS).  Í Good Group 2018 má m.a. finna fyrirmyndarskýringar fyrir IFRS 9 og IFRS 15 en þessi tveir staðlar tóku gildi þann 1.1.2018.

EY gefur jafnframt út fyrirmyndarársreikninga fyrir hinar ýmsu atvinnugreinar t.d. fasteignafélög og tryggingafélög, en þessa ársreikninga má finna á IFRS heimasíðu okkar sjá hér. 

Við hjá EY höfum sérhæft okkur í að veita fyrirtækjum víðtæka ráðgjöf varðandi reikningsskil. Helstu verkefni okkar á því sviði lúta að ráðgjöf við túlkun og beitingu reikningsskilareglna hvort sem um er að ræða íslensk lög eða alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS), sjá hér.