Drög að frumvarpi um vernd persónuupplýsinga - GDPR

Drög að frumvarpi vegna nýrrar reglugerðar ESB sem eykur kröfur um vernd persónuupplýsinga (GDPR) hefur nú verið lagt fram á samráðsgáttina island.is. Markmiðið með reglugerðinni er að innan evrópska efnahagssvæðisins verði samræmdar reglur um verndun persónuupplýsinga. GDPR mun hafa áhrif á vinnslu persónuupplýsinga hjá öllum fyrirtækjum.

Við viljum vekja athygli á því að opið er fyrir innsendingu umsagna til 19. mars 2018 og hvetjum við alla hagsmunaaðila til að kynna sér drögin.

EY hefur á að skipa reynslumiklum sérfræðingum á sviði upplýsingaöryggis og persónuverndar sem veitt geta upplýsingar um GDPR. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur ef þitt fyrirtæki hefur ekki kynnt sér þær kröfur og ábyrgð sem fylgir því að varðveita og vinna með persónuupplýsingar í samræmi við nýja reglugerð um persónuvernd og munum við með ánægju aðstoða ykkur eins og þið óskið eftir.

Sjá nánar um GDPR á vefsíðu EY.

 Ágústa

Ágústa Berg
Yfirverkefnastjóri á Ráðgjafarsviði Sími: 856-3130 Email agusta.berg@is.ey.com
 

 Jón Valdimarsson

Jón Valdimarsson
Yfirverkefnastjóri á Ráðgjafarsviði Sími: 825-2511 Email jon.valdimarsson@is.ey.com