EY á Framadögum

EY var á Framadögum í dag í Háskólanum í Reykjavík.

Framadagar er árlegur viðburður, skipulagður af AIESEC. Megintilgangur Framadaga er að gefa ungu fólki á Íslandi tækifæri til þess að komast í kynni við íslenskt atvinnulíf og önnur fjölbreytt tækifæri víðs vegar um heiminn.

Við þökkum þeim sem litu við hjá okkur í dag og óskum þeim velfarnaðar við val á framtíðarstarfi.