EY á UTmessunni í Hörpunni 2 og 3. febrúar.

EY tekur nú þátt í UT messunni sem fram fer í Hörpunni 2. og 3. febrúar.

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti.og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.

EY hefur verið leiðandi aðili í tæknlegri framþróun um allan heim. Þjónusta og ráðgjöf EY er víðtæk á mörgum sviðum upplýsingatækninnar, svo sem varðandi upplýsingaöryggi, skipulag upplýsingakerfa, persónuverndarlöggjöf (GDPR) og stafrænt vinnuafl (RPA).

Við hvetjum alla til að kíkja við hjá okkur og fræðast um allt það sem EY hefur upp á að bjóða.

Laugardaginn 3. febrúar er frítt fyrir alla á viðburðinn frá kl. 10-17, sjá nánar www.utmessan.is