EY aðstoðar við gerð sjálfbærniskýrslu Ölgerðarinnar 2022

Ölgerðin hefur gefið út sjálfbærniskýrslu sína fyrir 2022 og sjálfbærniráðgjöf EY aðstoðaði við uppsetningu og innihald skýrslunnar í ár.
Ölgerðin hóf markvissa vinnu með sjálfbærni fyrir 10 árum og hefur síðan þá ávallt verið framarlega í sjálfbærnimálum hverju sinni. Í skýrslunni eru dregin fram sjálfbærniverkefni ársins og veitt innsýn í framsækna hugsun fyrirtækisins. Ölgerðin hefur sett sér metnaðarfull markmið og skýrar áherslur til framtíðar en djúpstæð umbótamenning sem þau hafa byggt upp í gegnum allt fyrirtækið mun hjálpa þeim að ná markmiðunum.

Skýrsluna má nálgast hér: Sjálfbærniskýrsla Ölgerðarinnar 2022