EY er í hópi framúrskarandi fyrirtækja 2019

Niðurstöður greiningar Creditinfo á framúrskarandi fyrirtækjum hafa nú verið unnar í tíunda sinn og eru framúrskarandi fyrirtæki 2019 um 2% íslenskra fyrirtækja. EY hefur verið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki frá upphafi.

EY hefur á heimsvísu tileinkað sér slagorðið „Building a better working world“. Í því felst að við viljum auka traust og tiltrú í viðskiptum, sjálfbæran vöxt, þróun hæfileika í öllum sínum myndum og meiri samvinnu.

Við viljum byggja betri heim með gjörðum okkar og vinna með fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sem eru sama sinnis.  Þetta er tilgangur okkar og ástæðan fyrir því af hverju við erum til sem fyrirtæki. Sem fyrirtæki finnum við til ríkrar skyldu til að þjóna mörgum mismunandi hagsmunaaðilum sem treysta á okkur til að skila framúrskarandi þjónustu og gæðum í öllu því sem við gerum.

Við viljum óska framúrskarandi fyrirtækjum til hamingju með árangur sinn á árinu og vonumst til að sjá enn fleiri fyrirtæki bætast í hópinn á næstu árum.