EY og Deloitte fá heimild til að framkvæma samruna félaganna
Samkeppniseftirlitið hefur veitt EY og Deloitte heimild til að framkvæma samruna félaganna. Tilkynnt var um samrunann í maí síðastliðnum, með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Nú tekur við ferli að klára þær aðgerðir sem þarf að framkvæma til þess að formlegur samruni geti átt sér stað. Við erum virkilega spennt fyrir því að geta hafið starfsemi saman og því munum við vinna ötullega að því að sá tími sé sem skemmstur.
EY á Íslandi verður þá hluti af Deloitte á Íslandi og við erum spennt fyrir þeim vaxtartækifærum sem í því felast. Saman munum við halda áfram að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu með faglegri ráðgjöf og fjölbreyttu þjónustuframboði.
Sameinað fyrirtæki mun starfa undir merkjum Deloitte, með um 350 sérfræðinga á 10 starfstöðum víðs vegar um landið.
Ef spurningar vakna, þá hvetjum við þig til að hafa samband við þinn tengilið hjá okkur.
Kær kveðja,
EY - Ernst & Young