EY óskar eftir aðstoðarmanni á Skatta- og lögfræðisvið

Við óskum eftir aðstoðarmanni á Skatta og löfræðisvið sem hefur áhuga á skatta- og félagarétti. Starfið hentar vel þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði að námi loknu.

Ert þú tilbúin í að hefja EY vegferðina þína? 

- Hefur þú áhuga á að starfa í teymum?
- Brennur þú fyrir tækni og stöðugri þróun?
- Ertu skipulagður, talnaglöggur og lausnamiðaður einstaklingur?
- Býrðu yfir góðri íslensku- og enskukunnáttu í töluðu og rituðu máli?
- Hefur þú áhuga á að starfa í alþjóðlegu og krefjandi umhverfi? 

Nánari upplýsingar og starfsumsókn um starf aðstoðarmanns á Skatta- og lögfræðisviði má finna hér.

Umsóknarfrestur er til 17. maí.