EY óskar eftir nemum í endurskoðun

EY leitar að fólki sem skráð er í meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun og stefnir að því að verða löggiltir endurskoðendur.

Við hjá EY erum sveigjanleg og reynum að koma til móts við ólíkar þarfir hvers starfsmanns og bjóðum m.a. nemum okkar upp á hlutastarf meðan á námi stendur.

Störf á endurskoðunarstofu byggja á gæðum og faglegum vinnubrögðum og eru verkefni bæði fjölbreytt og krefjandi. Nemar sem ráðast til okkar í endurskoðun þurfa að hafa frumkvæði og getu til að starfa sjálfstætt og ríka þjónustulund.         

EY er alþjóðlegt endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki með starfsemi í yfir 150 löndum.

Umsóknir ásamt einkunnum sendist í gegnum heimasíðu EY.

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí n.k.


 


Hildur A. Pálsdóttir
Starfsmannastjóri
Sími: 595-2505
Email View Vicky Conybeer's LinkedIn profileLinkedIn