EY óskar eftir vönum bókara
EY leitar að vönum bókara til starfa í Viðskiptaþjónustu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Við leitum að einstaklingi sem vinnur vel í teymum, býr yfir góðum samskiptahæfileikum og þjónustulund, sýnir frumkvæði, vinnur af heilindum og leggur áherslu á fagleg vinnubrögð.
Hjá EY á Íslandi starfa um 80 manns með fjölbreytta menntun, bakgrunn og reynslu sem vinnur saman að tilgangi EY. Tilgangur EY er að byggja upp betri heim til að lifa og starfa í og skapa langatímavirði fyrir starfsfólk, viðskiptavini og samfélagið í heild sinni með því að byggja upp traust á fjármagnsmörkuðum.
Nánari upplýsingar um starfið er að finna hér.