EY verður á Framadögum 2020!

EY verður á Framadögum 2020.  Framadagar er árlegur viðburður, skipulagður af AIESEC á Íslandi. Megintilgangur Framadaga er að gefa ungu fólki á Íslandi tækifæri til þess að komast í kynni við íslenskt atvinnulíf og önnur fjölbreytt tækifæri víðs vegar um heiminn. Framadagar fara fram fimmtudaginn 30. janúar nk., frá kl. 10-14. Hér má sjá nánari upplýsingar um Framadaga.

Hefur þú áhuga á að starfa hjá leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á sviði endurskoðunar, skattamála og ráðgjafarþjónustu? Langar þig í áskoranir, hvatningu og vilt ná árangri í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi?

Við erum EY - ert þú EY?

Endilega kíktu við hjá okkur, við verðum á 2. hæð, á svæði B25, sjáumst!