EY verður á UTmessunni í Hörpunni dagana 8. og 9. febrúar nk.

EY verður á UTmessunni í Hörpunni daganna 8. og 9. febrúar nk. Á UTmessunni verður ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingatækni þann 8. febrúar nk. og á laugardeginum 9. febrúar nk. verður opið fyrir almenning með áhugaverðri sýningu á tölvugeiranum.

Gervigreind í Evrópu
EY mun á UT messunni þann 8. febrúar 2019 halda fyrirlestur um niðurstöður úr skýrslu sem unnin var af EY fyrir Microsoft um gervigreind í Evrópu.  Markmið skýrslunnar er að öðlast dýpri skilning á því hvernig fyrirtæki nýta sér gervigreind, hvernig þau leysa áskoranir og nýta tækifæri morgundagsins.

Á vefsíðunni www.utmessan.is má fá nánari upplýsingar um UTmessuna. Við hvetjum þá aðila sem starfa í upplýsingatækni og þá sem hafa áhuga á málaflokknum að láta ekki UTmessuna fram hjá sér fara. 

Starfræn framtíð
Við lifum á tímum nýsköpunar þar sem stafræn framþróun er að umbreyta öllu sem við gerum og hefur áhrif á einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Til að tryggja framúrskarandi atvinnuumhverfi þarf að takast á við flóknar áskoranir og nýta vel þau tækifæri er felast í stafrænni framþróun, m.a. til þess að fyrirtæki og stofnanir geti vaxið, hagrætt og staðið vörð um stöðu sína á markaðnum.  EY telur að það geti skipt sköpum að tileinka sér og nýta stafræna möguleika til að ná að viðhalda og efla marksstöðu sína. 

Endilega kíkið við hjá okkur á UTmessunni eða hafið samband við okkur ef við getum aðstoðað þig og þitt fyrirtæki á leið ykkar til stafrænnar framtíðar.