Fyrirhugaður er samruni EY og Deloitte á Íslandi

Að undanförnu hafa staðið yfir viðræður á milli EY á Íslandi og Deloitte á Íslandi um möguleg tækifæri sem felast í því að sameina starfsemi fyrirtækjanna undir merki Deloitte. Viðræður standa enn yfir sem og vinna við áreiðanleikakannanir.  Forviðræður við Samkeppniseftirlitið hafa staðið yfir en mögulegur samruni er háður samþykki eftirlitsins.

Mikil tækifæri geta falist í því að sameina krafta fyrirtækjanna, sérstaklega er horft til ráðgjafar sem hefur verið vaxandi hluti af starfsemi beggja fyrirtækja. Tækifærin felast helst í tækniumbreytingum, sjálfbærni og stærri innviðaverkefnum sem hafa mikil áhrif á allt samfélagið. 

Tækifæri geta einnig falist í hagræðingu og jákvæðum samlegðaráhrifum sem viðskiptavinir beggja fyrirtækja muni njóta. Þá er gert ráð fyrir að samruninn muni hafa jákvæð áhrif og aukin tækifæri fyrir starfsfólk. 

Forviðræður við Samkeppniseftirlitið hafa staðið yfir en mögulegur samruni er háður samþykki eftirlitsins.