Fyrsta skrefið í átt að markmiðum þínum?

EY óskar eftir nemum í endurskoðun. Við leitum að fólki sem skráð er í meistaranám í reikningshaldi og endurskoðun (M.Acc) og stefnir að löggildingu í endurskoðun.

EY á heimsvísu er á meðal leiðandi fyrirtækja á sviði endurskoðunar, skattamála og ráðgjafarþjónustu. Tilgangur okkar er „Building a better working world“.  Í því felst að við viljum auka traust og tiltrú í viðskiptum, samvinnu, sjálfbæran vöxt og gera heiminn að betri stað til að lifa og starfa í fyrir starfsmenn okkar, viðskiptavini og samfélagið í heild.

Við hjá EY erum sveigjanleg og reynum að koma til móts við ólíkar þarfir hvers starfsmanns og bjóðum m.a. nemum okkar upp á hlutastarf meðan á námi stendur. Við bjóðum nemum faglega þjálfun, reynslu af því að vinna í teymum, tækifæri og frelsi til að efla sig persónulega sem og faglegan bakgrunn sinn.

Umsóknarfrestur er til og með 21. júni nk. 

Nánari upplýsingar um starfið og starfsumsókn er að finna hér.