Glöggvar þú þig á glöggri mynd?

Töluverð alþjóðleg umræða hefur átt sér stað um þörf þess að upplýsingagjöf fyrirtækja í ársreikningum verði þróuð áfram. Skipulag og skýrleiki í framsetningu ársreikninga hefur sætt gagnrýni og hefur verið bent á í því samhengi að mikilvægar upplýsingar týnist milli annarra veigaminni – ekki sjáist í skóginn fyrir trjánum!

Mörg félög eru byrjuð að fara áður ótroðnar slóðir við framsetningu og skipulag upplýsinga í ársreikningnum sínum og bæta inn í ársreikninginn viðbótarupplýsingum þar sem dregnar eru fram fjárhæðir sem stjórnendur telja að skipti máli en koma ekki sérstaklega fram í hefðbundum ársreikningum.

Okkur hjá EY er málið hugleikið og viljum við eiga þátt í að þróa upplýsingagjöfina áfram með fyrirtækjum. Við höfum því gefið út bækling þar sem finna má umfjöllun um þau álitaefni sem hér hafa verið nefnd. Þar má finna einnig finna umfjöllun um leiðir sem hin ýmsu félög hafa farið til að bæta upplýsingagjöf sína og er stór hluti bæklingsins raunveruleg dæmi úr ársreikningum félaga sem hafa stigið skref í átt frá hefðbundinni upplýsingagjöf. Hér getur þú nálgast eintak af bæklingnum.

Þróunin er hröð og markaðurinn kallar eftir betri upplýsingum. Gott getur verið að hafa í huga að ekki er nauðsynlegt að taka stór skref í einu heldur fikra sig smám saman í átt að breyttri og vonandi betri upplýsingagjöf.

Ef þú vilt ræða málefnið frekar eða kynna þér betur þá þjónustu sem EY veitir í tengslum við reikningsskil er þér velkomið að hafa samband við okkur.


Margrét Pétursdóttir
Sviðsstjóri endurskoðunarsviðs
Sími: 595-2515
Email View Vicky Conybeer's LinkedIn profileLinkedIn