Hækkun á mótframlagi í lífeyrissjóð

Þann 1. júlí síðastliðinn hækkaði mótframlag launagreiðenda gegn iðgjaldi starfsfólks um 1,5% af tekjum. Byggist hækkunin á kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem samið var um í janúar 2016. Hækkar framlag launagreiðenda í 10% í stað þeirra 8,5% sem áður var og nemur því heildariðgjaldið 14%.

Framlag launagreiðenda hækkar svo aftur um 1,5% þann 1. júlí 2018 og verður þá 11,5%. Heildariðgjaldið verður 15,5% eftir þá hækkun.

Í kjarasamningunum er að finna nýmæli þar sem sjóðsfélögum stendur nú til boða að ráðstafa heildariðgjaldi umfram 12% í séreignarsparnað í stað samtryggingar, sem kallast „tilgreind séreign“. Sjóðsfélaginn sjálfur þarf að ákveða hvort iðgjald hans vegna renni í tilgreinda séreign hjá viðkomandi lífeyrissjóði – án milligöngu launagreiðenda. Taki sjóðsfélagi ekki ákvörðun um þetta með samskiptum sínum við lífeyrissjóði, rennur viðbótariðgjaldið óskipt í samtryggingardeild sjóðanna.

Sérfræðingar okkar á skatta- og lögfræðisviði EY geta veitt þér aðstoð og ráðgjöf í tengslum við skatta og skyldur vegna launa.


 

Símon Jónsson

Yfirverkefnastjóri Skattasviði
Sími: 840-2008
Email View Vicky Conybeer's LinkedIn profileLinkedIn