Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Á undanförnum árum hefur félagslegt, umhverfislegt og efnahagslegt virði sem fyrirtæki skapa fyrir hagsmunaaðila sína fengið mikla athygli í viðskiptalífinu. Þrátt fyrir að lengi hafi verið viðurkennt að samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja leiki einstakt hlutverk í að bæta velferð þjóðfélaga, þá hafa markmið um samfélagsmál ekki skilað sér nægilega vel í stefnumótun fyrirtækja. Þetta hefur verið að breytast og víða um heim hafa fyrirtæki í auknum mæli verið gerð ábyrg fyrir hlutverki sínu í að skapa samfélagslegt virði.
Margrét Pétursdóttir endurskoðandi, Sigurður S. Jónsson og Guðmundur Már Þórsson hjá EY hafa tekið saman áhugaverða grein um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sjálfbæra þróun og samfélagslega ábyrgð endurskoðenda.
Greinin birtist í fréttabréfi Félags löggiltra endurskoðenda, FLE blaðinu, í janúar sl.
Endilega kynntu þér greinina hér.