Hjartanlega til lukku með löggildinguna, Brynja og Sindri

Nýir löggiltir endurskoðendur fengu löggildinguna sína afhenta við útskrift þann 16. desember sl. Átta náðu báðum prófunum þetta árið og kynjahlutfall var jafnt. Við erum virkilega stolt af starfsfólki EY sem þreytti prófin í fyrsta sinn og stóðust. 

Hjartanlega til lukku með löggildinguna, Brynja Dögg Guðjónsdóttir og Sindri Freyr Gíslason.

Skv. tölfræði frá Endurskoðendaráði þreyttu 15 fyrra prófið (endurskoðun og reikningsskil) og náðu 11, en 25 þreyttu seinna prófið (skattalög, félagaréttur, kostnaðarbókhald og stjórnendareikningsskil) og náðu 10.

EY óskar öllum nýjum endurskoðendum til hamingju með áfangann.