Hólmfríður með fyrirlestur á Framadögum um mikilvægi sjálfbærni

Hólmfríður Árnadóttir sérfræðingur í Sjálfbærniráðgjöf hjá EY verður með fyrirlestur á Framadögum sem fram fara í dag í Háskólanum í Reykjavík.

Hólmfríður Kristín er sérfræðingur í grænum fjármálum, jafnréttismálum og stefnumótun fyrirtækja. Hólmfríður býr yfir fjölbreyttri reynslu á sviði rekstrar, verkefnastjórnunar, stjórnunar og stefnumótunar. 

EY hefur sett loftslagsmálin á oddinn í starfseminni sinni og er með neikvæða kolefnislosun (e. carbon negative) fyrir síðasta fjárhagsár sem er mikilvægur áfangi til að EY verði að fullu kolefnishlutlaust (e. Net-Zero) fyrir árið 2025. Sjá nánar hér.