Hvað er Robotic Process Automation?
EY tók nýverið þátt á Fjármáladeginum 2017 og þar hélt Chris Lambert frá EY fyrirlestur um Robotic Process Automation sem bar yfirskriftina: „Automation in a digital, cognitive world but legacy-systems world“. RPA, eins og við köllum það í daglegu tali, er í raun aðferðafræði sem nýtir hugbúnað og er megintilgangur hans að herma eftir vinnu starfsmanna við störf sem krefjast endurtekninga, þola illa villur og skapa oft lítil eða engin verðmæti. Með öðrum orðum stafrænt vinnuafl sem leysir starfsmanninn að hluta til af hólmi og gerir honum kleyft að einbeita sér að flóknari störfum sem krefjast mannlegrar aðkomu og auka verðmætasköpun.
Virkni stafræns vinnuafls er í raun eins og um venjulega manneskju sé að ræða. Það opnar forrit og vinnur með þau, sækir upplýsingar á heimasíður auk þess að geta lesið tölvupósta og unnið upplýsingar upp úr þeim. Með þessum hætti er hægt að gera ferla enn hraðari og áreiðanlegri þar sem að stafrænt vinnuafl getur unnið hratt og örugglega allan sólarhringinn ef þörf er á, án þess að hverfa frá og án áhrifa á launakostnað. Sjálfvirknivæðing sem þessi hefur auk þess aðra kosti í för með sér. Ber þar helst að nefna minni villuhættu og aukið samræmi og rekjanleika og þar með traustari niðurstöður. Allt leiðir þetta til aukins sveigjanleika og nákvæmni.
Gera má ráð fyrir því að þessi tækni muni halda áfram að vaxa og dafna en áætlað er að um 50% af þeim stöðugildum sem vinna að gagnavinnslu og úrvinnslu í dag komi til með að hverfa á komandi árum með tilkomu stafræns vinnuafls. Nýting starfsfólks við verðmætaskapandi vinnu mun þannig aukast og veita fyrirtækjum enn meiri sveigjanleika til þess að bregðast við tækifærum og breytingum í rekstrarumhverfi sínu.
Hér má nálgast einblöðung EY og nánari upplýsingar um RPA má finna hér: http://www.ey.com/robotics
EY á Íslandi hefur mikla og sterka alþjóðlega tengingu þegar kemur að RPA og hefur alþjóðlegt net okkar mikla þekkingu og reynslu af þróun þessara lausna í samstarfi við fyrirtæki. Ef þitt fyrirtæki vill horfa fram á við til RPA og nýta sér þekkingu og krafta okkar til að koma því til framkvæmdar, má hafa samband við sérfræðinga okkar á sviði RPA.
Guðjón Norðfjörð
Sviðsstjóri ráðgjafarsviðs
|