Í dag fögnum við hjá EY 20 ára afmæli félagsins!

Í dag fögnum við hjá EY 20 ára afmæli félagsins!

Við viljum þakka ykkur öllum sem hafið verið samferða okkur á þessum 20 árum og þá sérstaklega starfsfólki okkar í gegnum árin sem og viðskiptavinum, ferðalagið og árin hafa svo sannarlega verið ánægjuleg saman og fyrir það erum við þakklát.

 Við höfum lært margt á þessum árum og upplifað alls kyns tækifæri og áskoranir í takt við markaðinn á hverjum tíma og þróast við hvert skref á ferðalaginu. Við erum stöðugt að reyna að gera betur og vinna eftir tilgangi okkar að stuðla að betri heimi til að lifa og starfa í fyrir starfsfólk, fyrir viðskiptavini og ekki síður fyrir samfélagið í heild sinni.  

 Starfsumhverfið og samfélagið er í stöðugri þróun sem við erum þátttakendur í. Þróunin hefur á síðustu misserum verið í átt að auknum sveigjanleika, tækni og sjálfvirkni og ekki síst sjálfbærni. Það er mikilvægt að búa yfir þeirri færni að geta tekist á við þróun og breytingar nú á tímum. Framundan eru spennandi tímar - tímar sem krefjast stöðugrar aðlögunarhæfni og færni til að nýta sér tækifæri framtíðarinnar og viðhalda vaxtarhugarfari.