Könnun EY á upplýsingaöryggi

Upplýsingaöryggi er einn af lykiláhættuþáttum í fyrirtækja í dag og þar með undirliggjandi þáttur í sérhverjum hluta innra eftirlits þeirra. EY er á meðal fremstu fyrirtækja í heimi á sviði upplýsingaöryggis og hefur í samfleytt 20 ár framkvæmt könnun á upplýsingaöryggi þeirra (EY Global Information Security Survey – EY GISS). Á síðasta ári tóku 1.200 fyrirtæki frá 60 löndum og 20 atvinnugreinum þátt í könnunni. Könnunin er í formi 35 spurninga sem er áætlað að taki c.a. 30 mínútur að svara. Ávinningur af þátttöku í könnunni er m.a. sá að fá verðmætar upplýsingar um málefni tengd upplýsingaöryggi (e. Cybersecurity) og möguleika á að bera sig saman við niðurstöður þeirrar atvinnugreinar sem fyrirtækið starfar í.

Við hjá EY á Íslandi viljum kanna hug íslenskra fyrirtækja til þátttöku í könnuninni, hvort sem fyrirtækin vilja vera með núna eða þá hugsanlega á næsta ári, en gagnaöflun könnunarinnar líkur núna 6. júlí næstkomandi fyrir könnun þessa árs. Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á þátttöku í könnuninni eða hafa áhuga á að fá niðurstöður könnunarinnar sendar til sín (óháð þátttöku) geta hafa samband við sérfræðinga okkar í upplýsingaöryggismálum, þau Jón Valdimarsson og Ágústu BergHér má finna nánari upplýsingar um upplýsingatækni, upplýsingaöryggi, tengiliðaupplýsingar, eldri niðurstöður könnunarinnar o.fl.