Konur í orkumálum - skýrsla unnin af EY fyrir félagið
Konur í orkumálum er félag þeirra sem starfa í orku- og veitugeiranum eða hafa áhuga á honum. Í síðustu viku kom út skýrsla Kvenna í orkumálum um stöðu kvenna í orkugeiranum en skýrslan er unnin af EY fyrir félagið. Þetta er önnur skýrslan sem Konur í orkumálum gefa út sem fjallar um stöðu kvenna innan íslenska orkugeirans.
Konur í orkumálum segja á vefsíðu sinni að niðurstöður skýrslunnar sýna margar hverjar jákvæða þróun í kynjahlutfalli fyrirtækjanna, en staðfesta þó að enn er langt í land. Niðurstöður sýna t.a.m. jafnt kynjahlutfall í stjórnum stærstu fyrirtækjanna sem og meðal stjórnarformanna. Skýrslan sýnir einnig fjölgun kvenkyns framkvæmdar- og deildarstjóra en hægan vöxt á fjölda kvenkyns forstjóra. Þá sýna niðurstöður einnig að Ísland er framarlega í samanburði við önnur lönd. Með þessum tveimur skýrslum hefur verið lagður grunnur til þess að fylgjast með þróun kynjaskiptingar ákvörðunar- og áhrifavalds innan orkugeirans næstu árin.
Endilega kynntu þér niðurstöður skýrslunnar hér.