Krefjandi aðstæður á markaði

Aðstæður um þessar mundir eru mjög krefjandi og fyrirtæki og einstaklingar þurfa að gera sitt besta til að bregðast við þeim með öllum mögulegum ráðum. Skilaboðin breytast dag frá degi og í dag kynnti ríkisstjórnin fyrsta hluta af aðgerðaáætlun sinni sem ber yfirskriftina „Viðspyrna fyrir Ísland“ og eru aðgerðirnar sem ráðast á í 10 talsins. Boðað er að grípa þurfi til enn frekari aðgerða á næstu vikum og mánuðum.

Við hjá EY viljum leggja okkar af mörkum og höfum í þeim tilgangi tekið saman yfirlit um mat á áhrifum COVID-19 á rekstur fyrirtækja sem fyrirtæki geta nýtt sér í sínum viðbragðsáætlunum.

Við höfum auk þess  tekið saman umfjöllun um aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem komnar eru til framkvæmda og útreikningstöflur um aðgerðir ríkisstjórnarinnar varðandi lækkun starfshlufalls vegna tímabundins samdráttar í rekstri. Við munum uppfæra umfjöllun okkar um aðgerðir ríkisstjórnarinnar jafnt og þétt og hafa aðgengilega hér á síðunni ásamt útreikningstöflum.

EY á alþjóðavísu hefur jafnframt tekið saman hinar ýmsu upplýsingar varðandi áhrif COVID-19 á rekstur fyrirtækja og má fylgjast með því hér.

Einnig er hægt að skrá sig á póstlista hjá EY á alþjóðavísu til að fylgjast með gangi mála í þessum efnum.