Lítum inn á við til að taka skref í rétta átt

Í Viðskiptablaðinu í gær birtist áhugaverð grein eftir Dr. Snjólaugu Ólafsdóttir sviðsstjóra sjálfbærniráðgjafar EY um það regluverk sem væntanlegt er til okkar frá Evrópu í tengslum við sjálfbærni og mikilvægi þess að við skoðum þau áhrif sem við höfum. 

"Þessar breytingar á lögum og reglum eru ekki úr lausu lofti gripnar. Það situr enginn “blýants-nagari” í Brussel sem ákvað einn daginn að vera með leiðindi. Vísindin hafa loksins náð eyrum fjöldans og nú hefur löggjafarvaldið brugðist við með regluverki. Vegferð okkar við að uppfylla regluverk eins og það sem hér um ræðir krefur okkur um að finna upplýsingar og breyta ferlum þannig að við getum séð hvar við erum stödd."

Hér má finna greinina