Margrét í stjórn Viðskiptaráðs

Úrslit formanns- og stjórnarkjörs Viðskiptaráðs Íslands fyrir tímabilið 2022-2024 voru kynnt á aðalfundi Viðskiptaráðs sem fram fór í morgun. Margrét Pétursdóttir forstjóri EY er á meðal stjórnarmanna.  

Margrét segir "að framundan séu ýmsar áskoranir og tækifæri. Áskoranir þar sem gagnlegt er að leggja áherslu á traust og langtímavirði fyrir alla. Tækifæri til að gera enn betur en áður, frekari framþróun í tækni, fjölbreytni, einfaldleika og ekki síst sveigjanleika á markaði fyrir fyrirtæki og starfsfólk og sjálfbærari þróun samfélagsins".

Sjá nánar á vef Viðskiptaráðs. 

EY óskar nýskipuðum stjórnarmönnum velfarnaðar í störfum sínum við að stuðla að enn betri markaði.