Margrét Pétursdóttir kosin formaður Norrænu endurskoðunarsamtakanna.

Á ársþingi Norræna endurskoðunarsamtakanna (NRF) sem haldið var í Þrándheimi í ágúst síðast liðnum var Margrét kosin formaður samtakanna. Margrét tók við keflinu af Trond-Morten Lindberg frá Noregi. Formennska í NRF færist á milli Norðurlandanna í ákveðinni röð og er skipt um formann á tveggja ára fresti. Margrét Pétursdóttir er sviðsstjóri endurskoðunarsviðs EY og er núverandi formaður Félags löggiltra endurskoðanda (FLE). EY óskar Margréti til hamingju með hið nýja hlutverk.