Mikilvægum áfanga náð hjá EY í loftlagsmálum

EY hefur sett loftslagsmálin á oddinn í starfseminni sinni. Í dag tilkynnti EY um neikvæða kolefnislosun (e. carbon negative) fyrir síðasta fjárhagsár sem er mikilvægur áfangi til að EY verði að fullu kolefnishlutlaust (e. Net-Zero) fyrir árið 2025. Sjá nánar hér. 

Umbreytingin í nýtt lág-kolefnishagkerfi verður ekki auðveld og við þurfum að fá fleiri fyrirtæki á vagninn. Tilfinningin er samt að of mörg fyrirtæki séu hikandi við að grípa strax til alvöru aðgerða og séu að bíða eftir einhverju. Þessi fyrirtæki eiga á hættu að missa viðskiptavini, starfsfólk eða fjárfesta ef þau vanrækja aðgerðir í loftslagsmálum mikið lengur.

Í boði eru ýmis úrræði til að koma sér af stað í þessum málum, hvort sem um er að ræða aðkeypta ráðgjöf, nýtingu á sjálfbærni hugbúnaði eða í gegnum samtök líkt og Festa Center for Sustainability og #unglobalcompact

Í grunninn þá er ferlið við að verða kolefnishlutlaus eftirfarandi:
- mæla beina og óbeina kolefnilosun starfseminnar
- setja tímasett og mælanleg markmið um að minnka losun og setja fram trúverðuga aðgerðaáætlun yfir ákveðinn tíma
- beita ábyrgum og viðurkenndum mótvægisaðgerðum til að jafna þann hluta kolefnissporsins sem útaf stendur
- sækja staðfestingu frá þriðja aðila um ofangreindar aðgerðir og birta opinberlega upplýsingar um framgang mála

Fyrirtæki sem setja loftslagsmálin í forgang skipa sér í fylkingu þeirra sem láta sig varða framtíð okkar allra og vilja vera hluti af einhverju stærra en bara þau sjál segir Gunnar S. Magnússon, meðeigandi og sviðsstjóri Sjálfbærni EY.