Morgunfundur EY um nýjar Evrópureglur í endurskoðun

EY býður til morgunfundar um innleiðingu á nýjum Evrópureglum um endurskoðun og áhrif þeirra á hluverk stjórna og endurskoðunarnefnda, þann 19. september nk.

Breytt löggjöf um endurskoðun tekur gildi þann 1. janúar 2020 og breytingarnar eru þess eðlis að fyrirtæki þurfa strax að hefja undirbúning. Er það von okkar að fundurinn reynist ykkur einstaklega gagnlegur og upplýsandi en á fundinum munu þær Tone Maren Sakshaug og Margrét Pétursdóttir fara yfir málin.

Hvar og hvenær: Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, á 2. hæð, fimmtudaginn 19. september, frá kl. 9.00 til 11.00. 

Athugið, takmarkaður sætafjöldi í boði. 

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um morgunfundinn sem og skráningarupplýsingar.