Morgunfundur um gagnlega framsetningu ársreikninga o.s.frv.

Steinar Kvifte á morgunfundinum.
Steinar Kvifte á morgunfundinum.

 Teymið okkar, sem fór yfir þessi áhugaverðu atriði, er reynslumikið og vel að sér í þessum efnum. 

 Steinar Kvifte er einn af eigendum EY og starfar í Osló, Noregi. Steinar er með víðtæka reynslu og menntun á sviði reikningshalds en Steinar er IFRS leiðtogi EY á Norðurlöndum auk þess sem hann er global IFRS service partner. Steinar er dr. Oecon frá The Norwegian School of Economics and Business Administration.

 Margrét Pétursdóttir er sviðsstjóri endurskoðunarsviðs EY á Íslandi og formaður félags löggiltra endurskoðenda (FLE). Margrét er einn af eigendum EY á Íslandi og hefur verið löggiltur endurskoðandi frá árinu 2003. Margrét er með IFRS vottun frá EY og hefur kennt alþjóðleg reikningsskil við Háskóla Íslands. Hún hefur verið gæðaeftirlitsmaður  á vegum EY global og FLE. Margrét hefur víðtæka reynslu á sviði endurskoðunar og innra eftirlits og hefur á síðustu árum sérhæft sig sífellt meira í endurskoðun fjármálafyrirtækja og stærri fyrirtækja.

 Valgerður Kristjánsdóttir er IFRS leiðtogi EY á Íslandi og einn af eigendum EY. Valgerður hefur starfað sem löggiltur endurskoðandi frá árinu 2009 og setið í gæðanefnd FLE frá 2009- 2013, síðast sem formaður nefndarinnar.  Valgerður hefur verið gæðaeftirlitsmaður hjá EY global. Valgerður hefur víðtæka reynslu og þekkingu af alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum (ISA) og mikla reynslu af því að vinna með bæði stórum og smáum fyrirtækjum í ýmsum atvinnugreinum

 Geir Steindórsson er IFRS sérfræðingur hjá EY með IFRS vottun frá EY. Geir hóf störf hjá EY árið 2009 og hefur verið löggiltur endurskoðandi frá árinu 2013. Geir situr í menntunarnefnd félags löggiltra endurskoðenda (FLE) og hefur jafnframt verið gæðaeftirlitsmaður á vegum EY global og FLE. Geir hefur reynslu af endurskoðun fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum þ.m.t fjármálafyrirtækjum