Ný lög um persónuvernd samþykkt (GDPR)

Þann 15. júlí 2018  taka í gildi ný lög á Íslandi um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem byggja á reglugerð ESB sem eykur kröfur um vernd persónuupplýsinga. Sjá má nýju lögin um persónuvernd með því að smella hér.

Markmið laganna er að stuðla að því að farið sé með persónuupplýsingar í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Nýju persónuverndarlögin og GDPR reglugerðin munu hafa áhrif á vinnslu persónuupplýsinga hjá öllum fyrirtækjum og mun Persónuvernd hafa umsjón með því að lögunum sé framfylgt.

EY hefur á að skipa reynslumiklum sérfræðingum á sviði upplýsingaöryggis, persónuverndar og löggjafar sem veitt geta upplýsingar um nýju lögin og GDPR reglugerðina. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur ef þitt fyrirtæki hefur ekki brugðist við og kynnt sér þær kröfur og ábyrgð sem fylgir því  vinnslu persónuupplýsingar í samræmi við  nýju lögin og GDPR reglugerðina.

Nánari upplýsingar um GDPR eru að finna hér.