Nýjar takmarkanir á arðsúthlutunum
Ársreikningar fyrirtækja fyrir árið 2016 verða gerðir samkvæmt nýjum lögum um ársreikninga sem samþykkt voru á alþingi 2. júní sl. Meðal breytinga sem felast í nýju lögunum eru nýjar takmarkanir á arðsúthlutunum.
Um verulegar takmarkanir getur verið að ræða á heimild fyrirtækja til arðsúthlutunar frá því sem áður var, sérstaklega eignarhaldsfélaga og fjárfestingarfélaga. Sömuleiðis getur möguleiki félaga sem fjárfesta í þróunarkostnaði til arðsúthlutunar verið töluvert skertur vegna framangreindra breytinga á lögum um ársreikninga.
Ef þú vilt fræðast meira um áhrif þessara nýju takmarkana á fyrirtæki þitt getum við aðstoðað þig. Jóhann Unnsteinsson, löggiltur endurskoðandi og einn eigenda EY á Íslandi hefur kynnt sér þessi mál sérstaklega. Hafðu samband við hann.
Jóhann Unnsteinsson
Endurskoðandi
|